Starfsfólk félagsmiðstöðva Kringlumýrar hóf nýtt ár af krafti

 In Buskinn, Bústaðir, Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Fimmtudaginn 10.janúar hittist allt starfsfólk unglingastarfs í Kringlumýri og hlustaði á fyrir lestur frá tómstunda og félagsmálafræðinginum Önnu Steinsen. Anna er um þessar mundir að þræða frístundamiðstöðvar Reykjavíkurborgar með fræðslu um hlutverk starfsfólk félagsmiðstöðva. Félagsmiðstöðvarnar eru í lykilhlutverki við að styðja við verndandi þætti gagnvart áhættuhegðun unglinga. Anna fjallaði um stöðu forvarnarmála út frá rannsóknum, stöðunni í hverfunum og hvernig starfsfólkið getur stutt betur við unglingana og foreldra þeirra. Áskoranirnar geta verið mismunandi milli hverfa og fjölbreyttar leiðir notaðar við að vinna úr þeim margþættu verkefnum sem félagsmiðstöðvarstarfið felur í sér.

Starfsfólk félagsmiðstöðva Kringlumýrar fer nú fullt af eldmóð og hvatningu inn í nýtt ár og hlökkum til að gera gott starf enn betra með þeim börnum og unglingum sem við vinnum með á hverjum degi.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt