Kökukeppni Þróttheima og Langholtsskóla

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Miðvikudaginn 6.febrúar síðastliðinn héldu Langholtsskóli og félagsmiðstöðin Þróttheimar hina árlegu kökukeppni miðstigs skólans. Það var metþátttaka hjá nemendum 5-7.bekkjar og voru í heildina reiddar fram hátt i 50 kökur. Kökurnar voru af hinum ýmsu gerðum, meðal annars má nefna glæsilegar ostakökur, gómsætar súkkulaðikökur og marglaga regnbogakökur. Hér eru greinilega bakarar framtíðarinnar mættir. Kakan sem var valin besta kakan þótti skara fram úr bæði í bragði og frumleika. Það voru bræðurnir Óskar og Jónas Fjölnissynir sem gerðu magnaða rúllutertu með mangó og jarðaberja ívafi. Kakan skaraði fram úr að nafni dómara sem voru sammála um að rúllutertan væri einstaklega bragðgóð. Einnig voru veitt verðlaun fyrir flottustu kökuna en þar báru Hildur Birna og Egill Már sigur úr bítum. Að lokum voru gefin sérverðlaun í flokknum „uppáhalds kaka Gunna og Hörpu“ og voru þær Kristbjörg og Brynhildur sigursælastar. Við óskum öllum þeim sem tóku þátt innilega hamingju með hnífjafna keppni.

Ef áhugasamir vilja reyna að endurgera vinningskökuna þá er hér uppskrift þeirra bræðra.

Rúlluterta

Með kókos, jarðarberjum, mangó & hindberjum


Hráefni:
Rúlluterta
3 egg við stofuhita
150 g flórsykur
1 ​lífræn ​ ​sítróna
45 g kartöflumjöl
40 g kókosmjöl
1 tsk lyftiduft
Fylling
3-4 dl rjómi
75 g dökkt appelsínusúkkulaði
150 g fersk eða frosin hindber
½ mangó
5 Jarðaber (má sleppa)
Skraut
Jarðaber
½ mangó
Aðferð:
1. Skiptið eggjunum í eggjarauður og eggjahvítur. Setjið eggjahvítur í
hrærivél og þeytið þangað til þær eru orðnar stífar.
2. Setjið 50 g af flórsykri og þeytið þangað til það verður eins og
kremaður marengs.
3. Bætið aftur við 50 g af flórsykri og þeyta smá.
4. Hellið síðastu 50 g af flórsykrinum í skálina og þeytið í hálfa
mínútu.
5. Ristið kókosmjölið á þurri pönnu þar til það er orðið ljósbrúnt. Takið
það af pönnunni.
6. Bætið eggjaplómum, sítrónuberki, ristað kókos, kartöflumjöli og
lyftidufti varlega út í deigið og hrærið lítillega.
7. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og dreifið deiginu jafnt á
bökunarplötuna og bakið neðst í ofni í u.þ.b 7-10 min við 200˚c.
8. Látið rúllutertubotninn kólna. Dreifið sykri á bökunarpappír og
leggið síðan rúllutertubotninn á bökunarpappírinn, athugið að þurra
hliðin á að snúa upp.
9. Þeytið rjómann vel og vandlega. Skerið mangó og jarðaber í smá
bita og hakkið appelsínusúkkulaðið. Ef þið eruð með frosin hindber
skulið þið setja vatn í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið síðan
hitann, setjið hindberin í sigti yfir pottinn.
10. Smyrjið þeyttum rjóma yfir rúllutertubotninn og dreifið mangó-
og jarðaberjabitum, appelsínusúkkulaði, og hindberjum yfir
rjómann.
11. Rúllið svo tertunni upp með hjálp bökunarpappírs.
12. Að lokum er kakan skreytt að vild. Ég notaði t.d það sem eftir er
af súkkulaðinu og hin helminginn af mangóinu.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt