Dagskrá unglingastarfs Þróttheima í desember

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Óflokkað, Þróttheimar

Eftir viðburðaríkan nóvembermánuð hlökkum við til að halda inn í rólegan desember og eiga notalega stund saman í skammdeginu.

Unglingar Þróttheima hafa verið gríðarlega virkir síðasta mánuðinn. Femínistafélag skólans hélt bingó á félagsmiðstöðvadaginn og rann allur ágóði af því til Stígamóta. Einnig fengum við Kraft, félag ungs fólks sem glímir við krabbamein, til að koma og halda stuttan fyrirlestur á meðan við perluðum til styrktar félaginu. Skólinn keppti í Skrekk og stóð hópurinn sig frábærlega og kom reynslunni ríkari heim úr Borgarleikhúsinu. Við kepptum einnig á Laugardalsleikunum, íþróttamóti skólanna þriggja í Laugardalnum, og fórum með sigur af hólmi.

Fram undan er rólegur mánuður og hlökkum við til að eyða huggulegum stundum með unglingum skólans. Í fylgiskjali er dagskrá mánaðarins, jólaballið verður fimmtudaginn 19.des og föstudaginn 20.des ætla Þróttheimar að bjóða nemendum og foreldrum að koma við hjá okkur í heitt kakó og pakka inn jólagjöfum á umhverfisvænan hátt.

Einnig viljum við minna á að Þróttheimar loka EKKI á sömu dögum og skólinn og lokum við aðeins á rauðum dögum. Það er opið föstudaginn 20.des, mánudaginn 23.des, föstudaginn 27.des og mánudaginn 30.des. Á þessum dögum er engin ákveðin dagskrá, bara opið hús og hugguleg stemning fyrir þá sem hafa áhuga.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt