Húsnæði Neðstalands

Home / Neðstaland
Hjartarými

Hjartarými

Hjartarýmið er það rými sem við verjum mestum okkar tíma. Þar er hægt að gera (nánast) allt milli himins og jarðar en þar er til dæmis hægt að teikna og lita, spila spil, perla, fara í fótboltaspil, playmo, lego, kaplakubba, kúlubraut, bílabraut og lestarbraut svo eitthvað sé nefnt.

Geimstöð

Geimstöð

Hulin leyndardómum og dulúð, Geimstöðin er ef til vill mest spennandi rými Neðstalands. Dans, leiklist, og fleira klúbbastarf á sér stað í Geimstöðinni.

Íþróttasalur

Íþróttasalur

Við erum svo heppin að hafa gott aðgengi að íþróttasalnum í Fossvogsskóla. Þar bjóðum við ýmist upp á skipulagða leiki eða frjálsan leik. Meðal annars er boðið upp á skotbolta, strumpastríð, körfubolta og Tarzan leik.

Útisvæði

Útisvæði

Fossvogsskóli státar af góðu útivistarsvæði þar sem hægt að leggja stund á alls konar íþróttir og leiki. Battavöllur, körfuboltavöllur, rólur og pógó er til vestur. Austanmegin við skólann er svo opið svæði með hól sem nýtist vel á veturna. Þar er hægt að fara í snjóboltastríð og á hólnum er hægt að renna sér á sleða.

Útland

Útland

Útland er heimastaður 1. & 2. bekkjar. Þarna er alltaf mikið fjör. Í Útlandi höfum við stóra listasmiðju þar sem hæfileikarnir okkar fá að njóta sín. Neðstóbúð er verslun og veitingastaður barnanna og þar vantar ekki fjörið. Einnig erum við svo heppin að hafa fyrir utan Útland glæsilegann pall sem við leikum okkur mikið á í skipulögðum og skemmtilegum útileikjum.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt