Ævintýralegur dagur í Glaðheimum

 In Glaðheimar

Í dag var sko aldeilis fjör í Glaðheimum! Fyrir hádegi fórum við í leiðangur til Dalheima og lékum okkur bæði inni og úti í yndislegu veðri.

Eftir hádegi fóru ævintýrabörn Glaðheima með gamla Jörmundi Hárfagra (Elínu frístundaleiðbeinanda) í ævintýraferð. Jörmundur leiddi börn og starfsmenn í gegnum ævintýraheim, en hann var sendur af konungi til að biðja þau um að bjarga Prinsessunni (Bjarni frístundaleiðbeinanda) úr klóm Drekans (Sóley forstöðukona). Til þess að nálgast Prinsessuna þurftu þau að leysa ýmsar þrautir. Þau þurftu að sigla bát í gegnum vatn morandi í píranafiskum, nota stiga til að ná skrímslabúningi sem þurfti til að komast fram hjá Skrímslinu (Eggert frístundaleiðbeinanda) og svo finna lyklana að Dýflissunni þar sem Drekinn var með Prinsessuna í haldi. Þau gáfu sjómanninum (Lenu frístundaleiðbeinanda) teppi því honum var svo kalt og fengu fisk í staðin, svo fóru ævintýramennirnir á mót við Nornina (Kristján frístundaleiðbeinandi í Krakkakoti) til að brugga svefnlyf með galdraþulu, slef úr fiski og gleði barnanna. En þá var kominn tími til að bjarga Prinsessunni! Hugrökku ævintýrabörnin ruku inn og svæfðu Drekann. Börnin voru ekki fyrr búin að bjarga Prinsessunni en þá kom í ljós að Jörmundur var í gervi óvættar sem hafði platað þau og vildi stela prinsessunni! Sem betur fer var hann með bráðaofnæmi fyrir knúsum og féll fljótt fyrir krúttlegu áhlaupi ævintýrabarnanna. Prinsessan var loksins óhult og fjársjóðurinn fundinn.

Sannkallaður ævinntýradagur!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt