Árshátíð, bekkjarkvöld, páskabingó, hæfileikakeppni og fleira skemmtilegt í Apríl í Tónó

 In Forsíðu frétt, Tónabær

Apríl er genginn í garð, og er nóg á döfinni í mánuðinum.

Einn stærsti viðburður skólaársins í unglingadeildinni er Ársátíðin, en hún var haldin í Háaleitisskóla síðastliðið fimmtudagskvöld, þar sem unglingarnir og starfsfólk skólans og Tónabæjar borðuðu góðan mat saman og dönsuðu undir tónlist langt fram á kvöld. Þar voru allir í sínu fínasta pússi og skemmtu sér vel. Starfsfólk Tónabæjar tók það að sér að taka myndir af unglingunum við myndavegg og erum við að vinna í því koma þeim inn á netið.

Svo á föstudaginn var hæfileikakeppnin fimman hefur hæfileika haldin í Tónabæ, en það er hæfileikakeppni allra félagsmiðstöðvana í hverfinu. Við sendum svo þrjá keppendur í Reykjavík hefur hæfileika sem er svo haldin í Austurbæjarbíó 26.apríl. Hún Eva Dögg úr 10.bekk verður okkar fulltrúi þar, en hún spilaði lagið “Mein Herz Brennt” eftir Rammstein á píanó.

Í Apríl verða einnig árgangakvöld í Tónabæ hjá 8.-10.bekk.

Nánari upplýsingar og dagskrár má finna undir dagskrárflipanum á síðunni.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt