Árshátíð Vogskóla

 In Buskinn, Forsíðu frétt

Nú fer að líða að árshátíð Vogaskóla og undirbúningur á lokametrunum. Árshátíðin er skólaviðburður en við í Buskanum höfum fengið að aðstoða unglingana við undirbúninginn og haft sérstaklega gaman af að sjá hver mög ungmenni hafa komið að honum. Á morgun, miðvikudaginn 5. april er svo opið í Buskanum engöngu fyrir Árshátíðarnefndina þar sem verður lögð lokahönd á undirbúning auk þess sem þau fá tækifæri til að velta því aðeins fyrir sér hvernig undirbúningurinn gekk, hvað hefði betur mátt fara, hvað gekk vel og þeirra hlutverk í undirbúningnum og svo framvegis. Við leggjum mikla áherslu á að ígrunda á þennan hátt alla viðburði sem unglingarnir koma að, til að auka á það nám sem fram fer við þátttökuna. Unglingarnir hafa í öllum tilfellum verið mjög til í að taka þátt í slíkri ígrundun og oftar en ekki ánægð og stolt af eigin þátttöku í skipulagi viðburða.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt