Aukin opnun í sóttkví kennara

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Haustið fer af stað með afar óvenjulegum hætti þetta árið, en eins og frægt er orðið hefur skólasetningu verið frestað til 7. september.
Tónabær ætlar að koma til móts við þá krakka sem missa úr skólastarfi þessar tvær vikur með sérstökum aukaopnunum vegna sóttkví kennara.

Fimmta, sjötta og sjöunda bekk stendur til boða að koma til okkar frá 10:00 – 16:00 á mánudegi, miðvikudögum og föstudögum næstu tvær vikurnar, eða fram til 4. september. Við bjóðum krökkunum upp á þjónustu í félagsmiðstöðinni sinni, förum vonandi í einhver innan bæjar ferðalög og skemmtum okkur.
Ítrekum að það er mikilvægt að krakkarnir taki með sér nesti, ef þau ætla sér að vera allan tímann.

Áttundi, níundi og tíundi bekkur getur komið til okkar á okkar hefðbundnu kvöldopnanir, en til viðbótar við það bjóðum við upp á dagopnanir frá 12:00 – 17:00 á þriðjudögum og fimmtudögum á meðan þessi sóttkví kennara stendur yfir.

Vonum að við sjáum sem flest sólkysst andlit á þessum skrítnu tímum.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt