Barnaráð Dalheima

 In Dalheimar, DHRéttindafrístund, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í Dalheimum leggjum við áherslu á að valdefla börnin og reynum ávallt að gefa þeim tól til að móta skipulag starfsins. Þannig tryggjum við að starfsemi taki ávallt mið af sjónarhorni barna og hagsmunir þeirra séu í fyrirrúmi. Frístundaleiðbeinendur efla lýðræðisvitund þeirra með því að hvetja þau til að tileinka sér jákvæð og uppbyggjandi samskipti og hjálpa við slíkt þegar þörf er á. Leiðbeinendur hvetja líka börnin til þess að láta rödd sína heyrast til þess að móta starfið.

Til að tryggja að góðar hugmyndir fari ekki til spillis höfum við hugmyndakassa sem börn hafa alltaf aðgang að. Þar geta þau skrifað eða teiknað hugmyndir sínar sem eru síðan teknar upp á barnaráðsfundi. Öll börn geta tekið þátt í barnaráðinu, en það er á dagskrá á sama tíma og aðrir klúbbar. Barnaráðið hittist með reglulegu millibili og skoðar hugmyndir sem eru í hugmyndakassanum. Síðan gerir ráðið fundargerð, eins og þessa hér að ofan. Ráðið velur að lokum þær tvær hugmyndir sem þeim líst best á og tryggir að þær verði framkvæmdar sem fyrst.

Í þessari viku varð fyrir valinu að hafa vísindaklúbb og nammigerð. Myndir frá viðburðunum má sjá á hópsíðu foreldra á Facebook.

 

Barnaráðið byggir á 12. grein barnasáttmálans.

Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif

„Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau  og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.“

 

Bestu kveðjur,

Starfsfólk Dalheima

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt
LaugarselSept5