Bjarni Fritzson með fræðslu fyrir unglinga Þróttheima

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Síðastliðinn miðvikudag kom Bjarni Fritzon í heimsókn í félagsmistöðina Þróttheima. Hátt í 60 unglingar mættu a fræðsluna og tóku þátt í umræðum í kjölfarið. Bjarni skrifaði bókin Strákar, ásamt Kristínu Tómasdóttur, árið 2013. Bókin fjallar um líf íslenskra stráka frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum: fjármál og fjölskyldan, stelpur og staðalímyndir, kynlíf og mataræði, tölvur og tilfinningar.

Bjarni er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og hefur hann unnið með fjöldan öllum af afreksíþróttafólki og félögum í að hámarka árangur sinn.Í fræðslunni fjallaði Bjarni um hvernig væri best að setja sér gerleg markmið og vinna að þeim til lengri tíma. Hann hvatti unglingana til að nálgast hlutina með opnum og jákvæðum huga og líta á mistök sem lærdóm inn í framtíðina.

Við förum reynslunni ríkari af þessum fyrirlestri og þökkum Bjarna fyrir komuna.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt