Buskinn verður rafræn félagsmiðstöð – Lokað fyrir almennar opnanir

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára)

Þessir fordæmalausu tímar kalla á ítrekaða endurskipulagningu og endurhugsun. Á miðnætti 23.mars fór af stað hert samkomubann, þar koma fram ný tilmæli sem ná til eldri nemenda. Við viljum taka samfélagslega ábyrgð og þurfum því að taka ákvörðun um að loka Buskanum fyrir almennum opnunum. Við verðum þó enn til staðar fyrir unglingana. Buskinn verður alfarið að rafrænni félagsmiðstöð frá og með deginum í dag.

Þetta er auðvitað eitthvað sem við erum að prófa í fyrsta skipti og fer rólega af stað en við erum í samráði við fleiri félagsmiðstöðvar að prófa okkur áfram.Við höfum tekið ákvörðun um að Instagram (buskinn) sé okkar aðal samskiptavettvangur en þar munum við auglýsa starfið og fer stór hluti starfsins fram þar. Við erum samt með það stillt þannig að allar auglýsingar sem við póstum á Instagram koma líka inná Facebook. Einnig höfum við boðið uppá vettvang þar sem krakkarnir geta komið saman á netinu með starfsmanni Buskans og spilað saman tölvuleiki og munum við einnig nota sama vettvang til að spila klassísk borðspil og fleira í gegnum netið.

Vikudagskráin hja okkur er svona:

Miðvikudagur 25.mars

  • kl.13:00 á Instagram: Satt eða logið, krakkarnir svara á Instagram
  • Um kvöldið verða svo Anna og Kristján að spila leiki á netinu (nákvæm tímasetning auglýst á instagram)

Fimmtudagur 26,mars

  • kl.12:00 Sigurvegari úr LOGO keppni Buskans tilkynntur og ný áskorun kynnt

Föstudagur 27.mars

  • Kl.12:00 Kristján og Kolla verða Live á Instagram
  • Kl.19:00 Hvort myndiru frekar á Instagram

 

Kveðja starfsfólk Buskans

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt