Dagur mannréttinda barna og Dótadagur

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Þetta er búin að vera erilsöm vika í Laugarseli. Jónsi íþrótta/leikjasnillingur er búinn að vera hjá okkur þessa viku með alls konar leiki og uppákomur, eins og sprengjuleikinn, þrautabrautir og í dag verður blindrasmakk. Jónsi útbúði snillavegg í Laugarseli sem við mælum með að þið kíkið á þegar þið komið að sækja 🙂 Hann er í Grænakoti!

Á þriðjudaginn 20.nóvember var haldið uppá Dag mannréttinda barna ásamt því að Laugarsel fékk vottunina Réttindafrístund á þessum degi fyrir ári síðan! Auðvitað var öllu tjaldað til, börnin fengu afmælisköku í tilefni dagsins, unnið var að drögum að Laugarselssáttmála, Draumahverfisklúbburinn var haldinn og í þetta sinn var Laugarsel sjálft tekið fyrir, en þá fóru börn með starfsmanni um Laugarsel og komu með hugmyndir að endurbótum og sýndu staði sem þeim finnst æðislegir, skýrsla frá þeim er í bígerð, með þessu er sýnt fram á hvernig börnin geta haft áhrif á umhverfi sitt. Einnig var “Ég er einstakur” listaverkefni í boði en þannig læra börnin að þau eiga rétt á nafni og allir eiga rétt á að vera misjafnir en samt jöfn.

Í gær var svo árlegi Dótadagurinn sem er á vegum foreldrafélagsins og Laugarneskirkju. Þar voru börnin að selja dót og kaupa dót til styrktar málefnis. Málefnið er drengur í Afríku, með þessum pening fær hann að borða og menntun. Í gær var slegið met, en yfir 50000 krónur safnaðist fyrir málefnið, en áður var metið í kringum 30000 krónur.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt