Dalheimar Réttindafrístund

Dalheimar fékk viðurkenningu UNICEF sem réttindafrístundaheimili árið 2018 og við erum því eitt af fyrstu frístundaheimilum á landinu sem hafa öðlast þessa nafnbót. Réttindaskóli UNICEF er alþjóðlegt verkefni UNCIEF en hér á Íslandi er gerð krafa á skóla, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar að vinna saman að því að búa til réttindamiðað umhverfi í skóla og frístundastarfi, og þess vegna tölum við um Réttindaskóla og -frístund á Íslandi.

Réttindaskóli og -frístund UNICEF felur í sér innleiðingu á Barnasáttmála SÞ og að hann sé lagður til grundvallar í öllu starfi og stefnumótun. Barnaréttindafræðsla fyrir börn og fullorðna er grunnurinn ásamt því að vekja áhuga barnanna á réttindum gegnum reynslunám og leik. Með aukinni meðvitund okkar um réttindi barna myndast fleiri þátttöku tækifæri og áhrif þeirra innan frístundarinnar aukast.

Til að fá viðurkenningu sem Réttindaskóli eða Réttindafrístund þarf að vinna með eftirfarandi markmið.

  • Þekking á réttindum barna (42.grein)
  • Barna og ungmennalýðræði (12.grein)
  • Eldmóður fyrir réttindum barna (2.,4.,12. og 29.grein)
  • Forsendur Barnasáttmálans hluti af daglegu starfi (2.,4.,12. og 29.grein)
  • Samstarf (2.,3. og 6.grein)

Innleiðingarferlið er hringur (sjá mynd) og tekur fyrsti hringurinn fram að fyrstu viðurkenningu 2-3 ár. Svo förum við bara hring eftir hring og sótt er um endurmat á þriggja ára fresti. Til þess að fá viðurkenninguna þarf að vera mælanlegur árangur í þágu réttinda barna og er það mælt með stöðumati, aðgerðaáætlun og framkvæmd hennar.

Dalheimar fékk endurmat í nóvember 2022.

Meira um viðurkenningu UNICEF hér og um réttindafræðslu hér.

Hvað gerum við í Dalheimum?

Barnaráðsfundir

Reglulega erum við með barnaráð eða mikilvæga fundi með börnunum.

Þar er ýmislegt rætt en á hverjum fundi er farið yfir hugmyndir úr hugmyndakassa, en það er kassi sem er alltaf aðgengilegur fyrir börnin til að skrifa niður alls kyns hugmyndir sem þeim dettur í hug til að bæta starfið í Dalheimum.

Við lesum hugmyndirnar saman og flokkum þær í þrjá flokka, „framkvæmanleg hugmynd“, „óframkvæmanleg hugmynd“ og „ógild hugmynd“, eða „hægt“, „kannski hægt“ og „grín“.

Eftir það er farið yfir hugmyndirnar sem flokkuðust undir framkvæmanlegar eða hægt og þau velja tvær hugmyndir sem verða framkvæmdar í næstu viku með kosningu. Þær eru skrifaðar niður og mikilvægast er að þær séu framkvæmdar.

Þegar þær eru framkvæmdar tökum við myndir til að prenta út og sýna fram á með sjónrænum hætti hvernig þau geta haft áhrif, allt þetta er hengt uppá vegg svo þau sjái og geti pælt í þessu. Þetta eykur áhuga þeirra að setja hugmyndir í hugmyndakassann og mæta á þessa fundi til að hafa áhrif á hvað verður í boði næst. Þrátt fyrir að einungis tvær hugmyndir eru valdar til að framkvæma þýðir það ekki að hinar hugmyndirnar eru gleymdar heldur eru þær geymdar og nýttar til að fá hugmyndir og fá barnaraddir inn í starfið. Við setjum líka upp myndræna skýrslu svo það fari ekki milli mála að þetta skipti máli.

Kosningar- lýðræði

Við nýtum lýðræði mikið í Dalheimum og erum reglulega með ýmis konar kosningar, þær eru myndrænar og einfaldar. Við erum reglulega með kosningar um síðdegishressingu og þar geta krakkarnir kosið um það sem þau vilja borða í síðdegishressingu. Við teljum svo og setjum myndrænt og skemmtilega upp úrslitin og látum vita að þetta séu þau sem eru að hafa áhrif. Við reynum að gera svolítið mikið úr þessu, enda er þetta frábær æfing fyrir kosningar í framtíðinni.

Við erum öll einstök

Leikurinn „við erum öll einstök“  tengjum við að hafa rétt á nafni og ríkisfangi og að við séum jöfn en ekki eins, við erum með vegg sem er allt árið opinn fyrir börnin að bæta myndum af einhverju sem þau vilja teikna varðandi sig sem þau eru einstök með og vilja setja upp með nafninu sínu.

Fjölskyldan mín

Verkefni sem er, eins og ég er einstakur, opið allt árið og sett upp á vegg. Markmiðið er að börnin geti teiknað sína fjölskyldu, sem getur verið alls konar og mismunandi upplifanir barnanna á hverjir eru fjölskyldumeðlimir þeirra. Fjölskylda er mikilvæg og eiga öll börn rétt á því að eiga fjölskyldu, hvernig sem hún er. Margar greinar í Barnasáttmálanum tengjast fjölskyldum.

Myndrænt skipulag

„Öll börn eru jöfn“. Börnin standa misjafnlega vel þegar kemur að lestri, tungumáli og fleira því erum við með mikið af sjónrænum upplýsingum. Við erum með myndrænt dagsskipulag, myndrænar upplýsingar, myndrænar leiðbeiningar og svo framvegis.

Draumahverfið mitt

Við erum með verkefni sem heitir Draumahverfið mitt, þar er markmiðið að börnin geti haft áhrif á umhverfið sitt og sjái að þau hafi líka rödd og eitthvað að segja.

Þetta er mjög einfalt, þau fara með starfsmanni í litlum hóp, fara um fyrirfram ákveðið hverfi/svæði og taka myndir af einhverju sem má bæta og einhverju sem þeim finnst flott. Við setjum svo myndirnar sem þau tóku og athugasemdir barnanna saman í myndræna skýrslu, þau geta þá valið um eitthvað tvennt jákvætt og tvennt neikvætt til að láta ábyrgðaaðila fá það.

Dalheimasáttmálinn

Lagt er upp með að gera Dalheimasáttmála á hverju ári. Þá er farið meðal barnanna og spurt hvað þau vilja hafa á sameiginlegum sáttmála í Dalheimum. Með sáttmálanum erum við að gera einhvers konar sameiginlegar viðmótsreglur, hvernig við viljum koma fram við hvort annað og hvernig andrúmsloft og umhverfi við viljum hafa í Dalheimum.

Annað

Við nýtum orðræðuna eins og við getum í Dalheimum, pössum á rétt hvors annars. Við höfum myndir tengdum greinum Barnasáttmálans til að sýna fram á hversdagslega hluti, eins og að eiga föt við hæfi og tengja það við „í dag er veður fyrir“ og þá eiga börnin að klæðast því í útiveru. Þá setjum við 12 greinina, að hafa áhrif og geta látið skoðanir sínar í ljós, þegar eitthvað tengist lýðræði og að það tengist beint ákvörðunum teknar af börnunum.

Einnig erum við með alls konar verkefni frá UNICEF, eins og þrautabækur og litabækur sem UNICEF hefur gefið út. Þá er mikilvægt að nýta tímann þegar krakkarnir lita að ræða Barnasáttmálann og greinina sem tengist myndinni hverju sinni. Það skilur meira eftir sig.

Svo er þetta alltaf í þróun, við bætum alls konar verkefnum við og reynum að tengja viðgreinar Barnasáttmálans. Ásamt því að halda í grunninn eins og með Mikilvæga fundi og kosningar. Við tengjum einnig önnur verkefni sem við vinnum við greinar Barnasáttmálans og því er þetta ákveðin regnhlíf yfir önnur verkefni. T.a.m. Regnbogavottun Reykjavíkurborgar, Grænu skref Reykjavíkurborgar, Frístundalæsi, Heilsueflandi frístundaheimili og fleira.

Við erum á hverju ári með fræðslu fyrir starfsmenn Dalheima þar sem við förum yfir markmið og tilgang verkefnisins ásamt því að sýna hvaða verkefni við höfum verið með í tengslum við verkefnið. Þá erum við að reyna að kveikja í eldmóð starfsmanna, fræða og fá þau með okkur í lið til að halda verkefninu gangandi og hvetja þau að búa til og bjóða upp á verkefni tengdum réttindum barna.

Barnaréttindanálgun 

Allar greinarnar tengjastef brotið er á einum réttindum hefur það áhrif á önnur

Eins og sést þá er barnið rétthafinn og fullorðnir bera ábyrgð og skyldur til að gera réttindi barna veruleika. Ef einhver stoð er ekki til staðar verður borðið ekki lengur stöðugt.

Þema Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er VERND – UMÖNNUN – ÞÁTTTAKA

Grundvallagreinarnar fjórar:

Það eru fjórar greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem eru grundvallagreinar Barnasáttmálans sem eru rauður þráður gegnum allar greinar Sáttmálans en þær eru;

2. grein    Öll börn eru jöfn

Öll börn eiga að njóta allra réttinda Barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaða tungumál þau tala, á hvað þau trúa, hvernig þau hugsa og líta út, af hvaða kyni þau eru, hvort þau eru fötluð, rík eða fátæk og án tillits til þess hvað fjölskylda þeirra gerir eða trúir á. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.

3. grein    Það sem barninu er fyrir bestu


Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.

6.grein    Líf og þroski

Öll börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það.

12. grein    Virðing fyrir skoðunum barnanna


Börn eiga rétt á því að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra. Fullorðnir eiga að hlusta og taka mark á þeim.

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt