Frístundaheimili 6-9 ára

Frístundamiðstöðin Kringlumýri starfrækir átta frístundaheimili í Laugardals- og Háaleitishverfi. Markmið frístundaheimila er bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur. Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Frístundaheimilin leitast við að nota lýðræðislega starfshætti, efla hæfni barnanna til að móta sér sjálfstæðar skoðanir og hafa áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í hverju frístundaheimili fyrir sig í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila er tengjast börnunum.

Nánari upplýsingar um starfsemi frístundaheimilanna er að finna á heimasíðum þeirra.

Álftabær - Álftamýrarskóli
Safamýri 28 - 108 Reykjavík
Rakel Ólafsdóttir, s: 411 5411, gsm: 664 7611
http://www.kringlumyri.is/alftabaer alftabaer@reykjavik.is

Dalheimar - Safnfrístund 3. -4.bekkur Langholts- og Laugarnesskóla
Holtavegi 32 - 104 Reykjavík
Sædís Sif Harðardóttir, gsm: 664 7627
http://www.kringlumyri.is/dalheimar dalheimar@reykjavik.is

Glaðheimar - Langholtsskóli
Holtavegi 11 - 104 Reykjavík
Tinna Björk Helgadóttir, s: 411 5434, gsm: 664 7617
http://www.kringlumyri.is/gladheimar gladheimar@reykjavik.is

Gulahlíð - Klettaskóli
Vesturhlíð 3 - 105 Reykjavík
Margrét Rannveig Halldórsdóttir, s: 411-5440, gsm: 695 5145
http://www.kringlumyri.is/gulahlid gulahlid@reykjavik.is

Krakkakot - Hvassaleitisskóli
V/ Stóragerði - 108 Reykjavík
Guðlaugur Jón Árnason s: 570 8809, gsm: 664 7616
http://www.kringlumyri.is/krakkakot krakkakot@reykjavik.is

Laugarsel - Laugarnesskóli
Kirkjuteigi 24 - 105 Reykjavík
Stella Björg Kristinsdóttir, s: 411 5414, gsm: 664 7618
Lilja Salóme H. Pétursdóttir, s: 411 5414, gsm: 664 7655
http://www.kringlumyri.is/laugarsel laugarsel@reykjavik.is

Neðstaland - Fossvogsskóli
Haðalandi 26 - 108 Reykjavík
Kristín Linda Ólafsdóttir Rae, s: 568 0202, gsm: 664 7613
http://www.kringlumyri.is/nedstaland nedstaland@reykjavik.is

Sólbúar - Breiðagerðisskóli
Breiðagerði 20 - 108 Reykjavík
Árni Magnússon, s: 411 7317, gsm: 664 7612
http://www.kringlumyri.is/solbuar solbuar@reykjavik.is

Vogasel - Vogaskóli
Skeiðarvogi - 104 Reykjavík
Ásmundur Patrek Br. Þorvaldsson, s: 411 7362, gsm: 664 7619                                                 http://www.kringlumyri.is/vogasel vogasel@reykjavik.is


Frístundaheimili


Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit