Frítímastarf fatlaðra barna

Þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra á frístundahluta SFS

Frístundamiðstöðin Kringlumýri er þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna og unglinga á frístundahluta Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur (SFS).

Þekkingarmiðstöðin samanstendur af verkefnastjóra á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra, ráðgjafarþroskaþjálfa og deildarstjóra frístundastarfs fatlaðra barna og unglinga í Klettaskóla.

Verkefnastjóri á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra er leiðandi og stýrir stefnumótun í frítímastarfi fatlaðra barna og unglinga.

Ráðgjafarþroskaþjálfi ásamt verkefnastjóra á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra halda utan um og úthluta stuðningi til reykvískra barna á almennum frístundaheimilum.

Deildarstjóri frítímastarfs fatlaðra barna og unglinga heldur utan um, stýrir og ber ábyrgð á faglegu frítímastarfi fyrir börn og unglinga í Klettaskóla.

Þekkingarmiðstöðin veitir ráðgjöf og er stefnumótandi varðandi allt starf sem viðkemur fötluðum börnum og unglingum og börnum með stuðning á frístundahluta SFS. Viðheldur jafnframt og þróar sérþekkingu og nýbreytni í almennu og sértæku frístundastarfi fyrir fötluð börn og unglinga ásamt því að innleiða viðeigandi hugmyndafræði og verklag hverju sinni í öllu því sem tengist starfi með fötluðum á vettvangi frítímans.  Þekkingarmiðstöðin stendur einnig að málstofum, reglulegum fundum og fræðslu fyrir starfsfólk á frístundaheimilum, frístundaklúbbum og félagsmiðstöðvum.

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur starfrækir frístundaheimili fyrir öll börn í 1.-4. bekk ásamt því að bjóða upp á frítímastarf fyrir öll börn og unglinga í 5.-10. bekk.

Sértækt frítímastarf á vegum SFS er starfrækt á eftirfarandi stöðum:

Félagsmiðstöðin Askja er fyrir unglinga í 5.-10.bekk Klettaskóla.

Frístundaheimilið Gulahlíð er fyrir börn í 1.-4. bekk Klettaskóla.          
.            

Frístundaklúbburinn Hellirinn er fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10.bekk sem búsett eru í Reykjavík og/eða stunda nám í Breiðholti, Árbæ og Norðlingaholti.

Frístundaklúbburinn Hofið er fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10. bekk sem búsett eru í Reykjavík og/eða stunda nám í almennum grunnskólum vestan Elliðaáa.

Frístundaklúbburinn Höllin er fyrir fötluð börn og unglinga í 5.-10.bekk sem búsett eru í Reykjavík og/eða stunda nám í Grafarvogi og Grafarholti.

 

 Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit