Gjaldskrá

 Hvað kostar að hafa barn á frístundaheimili?

Gjaldskrá fyrir frístundaheimili og upplýsingar um systkinaafslátt og lengda viðveru má finna hér á vef Reykjavíkurborgar.

Hvernig er sótt um þjónustuna?

Skráning fyrir komandi skólaár hefst í febrúar. Sótt er um í gegnum Rafræna Reykjavík. Staðfesting á innritun berst til foreldra í ágúst. Allar breytingar á skráningum skal tilkynna til verkefnisstjóra frístundaheimilisins.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið á frístundamiðstöðvar eða þjónustumiðstöðva sinna hverfanna og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn á frístundaheimili símleiðis.

Gott að hafa í huga

Umsókn gildir eitt skólaár í senn (ágúst - júní). Ef þjónustu er sagt upp, eða ef óskað er eftir breytingum, skal það gert fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi um næstu mánaðarmót. Hægt er að segja upp þjónustunni á Rafrænni Reykjavík og með skriflegri tilkynningu til verkefnastjóra frístundaheimilisins.

Gjaldskrá sumarfrístundar má finna hér.

 

Gjaldskrá fyrir sumarið 2016

Gjaldskrá sumarstarfsins skóla- og frístundasviðs 2016

Heil vika - fimm virkir dagar  Heill dagur

Verð fyrir 5 daga kl. 9.00-16.00-8.470 kr.

Verð fyrir viðbótarstund í 5 daga kl. 8.00-9.00 2.470 kr.

Verð fyrir viðbótarstund í 5 daga kl. 16.00-17.00 2.470 kr.

Styttri vika - fjórir virkir dagar   Heill dagur

Verð fyrir 4 daga kl. 9.00-16.00 6.780 kr.

Verð fyrir viðbótarstund í 4 daga kl. 8.00-9.00 1.980 kr.

Verð fyrir viðbótarstund í 4 daga kl. 16.00-17.00 1.980 kr.Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit