Fréttir og tilkynningar

Sumaropnanir félagsmiðstöðva 10.júní-8.júlí
Sumaropnanir félagsmiðstöðva 10.júní-8.júlí | 09.06.2016

Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára (fædd 2000-2002) Í sumar bjóða félagsmiðstöðvar Kringlumýrar (Buskinn, Bústaðir, Laugó, Tónabær og Þróttheimar) upp á opnanir frá 13. júní til 8. júlí. Dagopnanir verða 4 daga vikunnar og kvöldopnanir 2-3 kvöld í viku.

Undankeppni Skrekks
Undankeppni Skrekks | 11.11.2015

Í gærkvöldi, þirðjudaginn 10. nóvember, fór fram annað undankvöld Skrekks í Borgarleikhúsinu. Réttarholtsskóli var á meðal þátttakenda og stóðu sig með prýði. Við viljum óska krökkunum til hamingju með sitt atriði sem var virkilega flott, vel æft og útfært. Við erum gríðarlega stolt af krökkunum okkar þó svo að þau hafi því miður ekki komist áfram. Það er þó ennþá von þar sem 2 atriði munu komast áfram á svokölluðu "wildcardi".

Félagsmiðstöðvadagur Samfés
Félagsmiðstöðvadagur Samfés | 29.10.2015

Miðvikudaginn 4. nóvember fer fram Félagsmiðstöðvardagur Samfés. Á þessum degi stendur öllum sem áhuga hafa til boða að koma í Félagsmiðstöðina og kynna sér starfsemi hennar. Allir velkomnir, mömmur og pabbar, afar og ömmur, bræður og systur, frændar og frænkur gamlir unglingar og allir saman. Í Bústöðum verður opið á milli 17-19 fyrir alla 10-16 ára krakka úr Réttó, Fossó og Breiðó og aðstandendur þeirra.


Information

English PolskiPусский Español Lietuvos  

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Félagsmiðstöðvar


Myndasöfn

Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit