Fréttir og tilkynningar

Fjölskyldan saman í vetrarfríinu | 20.02.2017

Mikið er um að vera um alla borg í vetrarfríinu og er okkar hverfi Laugardalurinn engin undantekning. Þriðjudaginn 21. febrúar milli 13-15 verður opin dagskrá í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem verða einhver skemmtiatriði og almenn gleði. Vonumst við til að fjölskyldur borgarinnar geti fundið eitthvað skemmtilegt að gera saman.

Joseph fer fyrir hönd Kringlumýrar á Söngkeppni Samfés | 31.01.2017

Joseph Benedict Armada keppti fyrir hönd Þróttheima í Söngkeppni Kringlumýrar og lent í fyrst sæti ásamt þátttakanda frá Bústöðum. Hann tók lagið You belong with me með Taylor Swift og spilaði sjálfur undir. Joseph verður því þátttakandi fyrir hönd Kringlumýrar á Söngkeppni Samfés sem fer fram 25. mars nk.

Þróttheimar fá styrk frá Þórunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur | 26.01.2017

Miðvikudaginn 25. janúar fékk félagsmiðstöðin Þróttheimar styrk frá Þórunarsjóði skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur

Januardagskra2017
Dagskráin í janúar | 24.01.2017

Minnum sérstaklega á söngkeppni Kringlumýrar næstkomandi föstudag en þá munu ungmenni úr Laugardal, Háaleiti og Bústöðum keppast um að verða fulltrúar hverfisins á söngkeppni Samfés sem haldin verður 25. mars 2017.

Útmeða í Þróttheimum | 20.01.2017

Verkefnið Útmeða sem er samstarfsverkefni Hjálparsíma Rauða krossins og Geðhjálpar.

Á döfinni í desember | 07.12.2016

Desember er hafin í Þróttheimum og við ætlum að hafa það huggulegt í félagsmiðstöðinni. Á dagskrá þennan mánuðinn er að gera brjóstsykur, skreyta piparkökur, læra saman og gera bragðaref. Við fáum einnig til okkar fræðslu frá Amnesty International 21.desember og skellum okkur á jólaball í Langholtsskóla 19.desember.

Nýr starfsmaður í Þróttheimum | 24.11.2016

Ásta Björg Björgvinsdóttir er komin inn í starfið í Þróttheimum. Bjóðum Ástu hjartanlega velkomna.

Kannabis fræðsla í kvöld 16. nóvember | 16.11.2016

Í kvöld 16. nóvember verður Kannabis fræðsla í Þróttheimum. Byrjar hún kl. 20:00 og verður til 22:00.


Félagsmiðstöðvar


Samfés

 

Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit