Fréttir og tilkynningar

Félagmiðstöðvadagurinn 2. nóvember
Félagmiðstöðvadagurinn 2. nóvember | 25.10.2016

Félagsmiðstöðvadagurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. nóvember. Okkur í Þróttheimum langar að bjóða gestum og gangandi uppá pönsur á opnu húsi milli kl. 17-19 þennan dag.

Vetrarfrí 20. október - FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ KRINGLUMÝRAR | 19.10.2016

Á fimmtudaginn 20. október mun Kringlumýri standa fyrir fjölskylduhátíð í Laugardalslaug og Frístundaheimilinu Laugarseli. Við hvetjum allar fjölskyldur í til þessa að gera sér glaðan dag með okkur og njóta samverunnar í vetrarfríi barnanna. Frekari upplýsingar má finna á meðfylgjandi mynd.

Forvarnardagurinn | 11.10.2016

Mánudaginn 10 október kom forseti Íslands í heimsókn í Langholtsskóla. Tilefnið var blaðamannafundur vegna Frovarnadagsins 2016.

Fimmuráð Kringlumýrar | 07.10.2016

Síðustu helgi fóru 12 ungmenni frá Kringlumýri á Landsmót SAMFÉS. Í ár var mótið haldið í Salaskóla í Kópavogi og fóru tvö ungmenni frá Þróttheimum fyrir okkar hönd, þau Heiður Ósk Josepsdóttir og Joseph Benedict Armada.

Veturinn 2016-2017 | 02.09.2016

Félagsmiðstöðin Þróttheimar er komin á fullt eftir stutt sumarfrí. Opnanir Þróttheima fyrir unglingastigið er eftirfarandi: Mánudagar kl. 19:30-22:00 Þriðjudagar kl. 14:00-16:30 Miðvikudagar kl. 19:30-22:00 Fimmtudagar kl. 14:00-16:30 Föstudagar kl. 14:00-18:30 og kl. 19:30-22:00 (annan hvern) Föstudagar kl. 14:00-16:00

7. bekkur - opnanir | 14.06.2016

Í dag var opið í fyrsta skipti í sumar fyrir 7. bekk. Viljum við minna á að opið er fyrir þennan aldur á þriðjudögum og fimmtudögum frá 10:30-13:00. Á fimmtudaginn ætlum við að baka! :)

Sumaropnanir félagsmiðstöðva 10.júní-8.júlí
Sumaropnanir félagsmiðstöðva 10.júní-8.júlí | 09.06.2016

Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára (fædd 2000-2002) Í sumar bjóða félagsmiðstöðvar Kringlumýrar (Buskinn, Bústaðir, Laugó, Tónabær og Þróttheimar) upp á opnanir frá 13. júní til 8. júlí. Dagopnanir verða 4 daga vikunnar og kvöldopnanir 2-3 kvöld í viku.

Opnunartími fyrir unglingana okkar í sumar | 03.06.2016

Í sumar verður opið í Buskanum og Þróttheimum fyrir unglinga í Langholtsskóla og Vogaskóla. Dagopnanir verða fimm daga vikunnar og kvöldopnanir 2-3 kvöld í viku. Varðandi kvöldopnanir þá er opið á mánudögum í Buskanum, Vogaskóla og á miðvikudögum og annan hvern föstudag í Þróttheimum. Allir velkomnir alls staðar og í allt sem við gerum. Nánar auglýst fyrir krakkana á facebook og snapchat.


Félagsmiðstöðvar


 

Samfés

 

Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit