Fréttir og tilkynningar

Veturinn 2016-2017 | 02.09.2016

Félagsmiðstöðin Þróttheimar er komin á fullt eftir stutt sumarfrí. Opnanir Þróttheima fyrir unglingastigið er eftirfarandi: Mánudagar kl. 19:30-22:00 Þriðjudagar kl. 14:00-16:30 Miðvikudagar kl. 19:30-22:00 Fimmtudagar kl. 14:00-16:30 Föstudagar kl. 14:00-18:30 og kl. 19:30-22:00 (annan hvern) Föstudagar kl. 14:00-16:00

7. bekkur - opnanir | 14.06.2016

Í dag var opið í fyrsta skipti í sumar fyrir 7. bekk. Viljum við minna á að opið er fyrir þennan aldur á þriðjudögum og fimmtudögum frá 10:30-13:00. Á fimmtudaginn ætlum við að baka! :)

Sumaropnanir félagsmiðstöðva 10.júní-8.júlí
Sumaropnanir félagsmiðstöðva 10.júní-8.júlí | 09.06.2016

Sumaropnanir í félagsmiðstöðvum fyrir 13-16 ára (fædd 2000-2002) Í sumar bjóða félagsmiðstöðvar Kringlumýrar (Buskinn, Bústaðir, Laugó, Tónabær og Þróttheimar) upp á opnanir frá 13. júní til 8. júlí. Dagopnanir verða 4 daga vikunnar og kvöldopnanir 2-3 kvöld í viku.

Opnunartími fyrir unglingana okkar í sumar | 03.06.2016

Í sumar verður opið í Buskanum og Þróttheimum fyrir unglinga í Langholtsskóla og Vogaskóla. Dagopnanir verða fimm daga vikunnar og kvöldopnanir 2-3 kvöld í viku. Varðandi kvöldopnanir þá er opið á mánudögum í Buskanum, Vogaskóla og á miðvikudögum og annan hvern föstudag í Þróttheimum. Allir velkomnir alls staðar og í allt sem við gerum. Nánar auglýst fyrir krakkana á facebook og snapchat.

7. bekkjaropnanir í sumar
7. bekkjaropnanir í sumar | 02.06.2016

Kæru foreldrar barna í 7. bekk – english below. Okkur í Þróttheimum langar að minna ykkur á sumaropnunartíma fyrir 7. bekk í sumar. Opið verður fyrir krakkana þriðjudaga og fimmtudaga frá 10:30-13:00 til 7. júlí.

Sumarsmiðjur 5.-7. bekkur | 31.05.2016

Þann 18.maí opnaði fyrir skráningu barna í 5.-7.bekk í sumarsmiðjur í hverfinu. Skráning fer fram í gegnum www.sumar.fristund.is. Smiðjurnar fara fram á tímabilinu 13.júní - 8. júlí í félagsmiðstöðvunum í Laugardals- og Háaleitishverfi, í Þróttheimum, Buskanum, Laugó, Tónabæ og Bústöðum.

Sumardagurinn fyrsti í Laugardal | 19.04.2016

Á Sumardaginn fyrsta, n.k. fimmtudag, verður fjölskylduhátíð í Dalheimum í Laugardalnum. Glaðheimar, Dalheimar, Vogasel, Buskinn, Þróttheimar og Kringlumýri standa fyrir hátíðinni og verður dagsskrá frá 13:00-15:00. Á síðasta ári komu mikill fjöldi fólks og tók þátt í þessum degi með okkur.

Skíðaferð 2016
Skíðaferð 2016 | 08.04.2016

Þá er skemmtilegri og velheppnaðri skíðaferð lokið. Föstudaginn 1. apríl brunuðum við til Akureyrar til þess að ná nokkrum ferðum í Hlíðarfjalli og síðan aftur heim til Reykjavíkur á sunnudeginum 3. apríl.


Félagsmiðstöðvar


 

Samfés

 

Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit