Um Bústaði

Félagsmiðstöðin Bústaðir
Tunguvegi 25
108 Reykjavík
 
Sími: 4115420
GSM: 6955047
 
 
Bústaðir er félagsmiðstöð á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, starfrækt af Frístundamiðstöðinni Kringlumýri. Markhópurinn eru börn og unglingar í 5. - 10. bekk í Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla og Réttarholtsskóla.
 
Áhersla er lögð á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir unglinga í 8. - 10. bekk. Mikil áhersla er lögð á unglingalýðræði og að virkja gesti félagsmiðstöðvarinnar í að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.
 
Boðið er upp á opið starf og ýmiskonar klúbbar eru starfandi eftir áhugasviði og þörfum þeirra einstaklinga sem sækja staðinn. Þá eru haldnar ýmsar uppákomur og verkefni í samstafi við börn, foreldra, skóla og aðra samstarfsaðila í hverfinu.
 
Að auki er mikil áhersla lögð á fræðslu um ýmis málefni tengdum lífsleikni og má þar nefna fræslu gegn fordómum, forvarnir gegn vímuefnum, stuðningur við jákvæða sjálfsmynd og margt fleira.
 
Í Bústöðum er einnig boðið upp á starfsemi fyrir 5.-7. bekk úr Breiðagerðis- og Fossvogsskóla. Opið er fyrir 5. bekk alla mánudaga milli 15-17, 6. bekk alla miðvikudaga milli 15-17 og 7. bekk alla miðvikudaga milli 17-19.
 
Félagsmiðstöðin er þátttakandi í samstarfi í hverfinu og hefur m.a haldið utan um og komið að skipulagingu hverfishátíðar á sumardaginn fyrsta og einnig vegna hátíðahalda á öskudaginn. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf við foreldra/forráðamenn og alla þá aðila sem koma að uppeldismálum í hverfinu. Lögð er mikil áhersla á að félagsmiðstöðin sé sýnileg og opin þeim sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemina.
 
Forstöðumaður Bústaða er Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir og hægt er að ná í hana á netfangið birna.ardal.birgisdottir@reykjavik.is eða í síma 4115420. Birna er sem stendur í fæðingarorlofi til 7. mars, á meðan er aðstoðarforstöðumaður staðgengill hennar. Aðstoðarforstöðumaður er Ívar Orri Aronsson og hægt er að ná í hann á netfangið ivar.orri.aronsson@reykjavik.is eða í síma 6955119.
 

Tengt efni

Á döfinni


Engir viðburðir fundust.

Flýtileiðir


Breyta um leturstærð/Mínar stillingar


Leit