Félagsmiðstöðvadagurinn í Buskanum

 In Buskinn

Miðvikudaginn 1. nóvember er  félagsmiðstöðvadagurinn haldinn um land allt. Við í Buskanum bjóðum foreldrum, vinum, ættingjum og að sjálfsögðu þeim börnum og unglingum sem sækja Buskann að halda daginn hátíðlegan með okkur á milli kl. 16 og 18.

Þá gefst öllum tækifæri til að kynna sér starf Buskans, þiggja léttar veitingar og taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.
Meðal þess sem hægt verður að gera má nefna að skapa með okkur hugarkort um starfsemi Buskans, taka þátt í Bingói sem hefst kl. 17 og spila með okkur Varúlfaspilið. Þar að auki verður opið í alla aðstöðu Buskans svo hægt er að fara í pool, borðtennis, Play Station og spila svo eitthvað sé nefnt. Þá munu krakkar og unglingar úr Buskanum einnig sýna atriði sem þau hafa undirbúið.

Hlökkum til að sjá sem flesta í Buskanum!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt