Félagsmiðstöðvadagurinn í Bústöðum

 In Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Miðvikudaginn 13. nóvember verður Félagsmiðstöðvadagurinn haldinn í Bústöðum. Félagsmiðstöðvadagurinn er kjörið tækifæri fyrir foreldra til þess að kynnast starfsemi félagsmiðstöðvarinnar betur, þeim gefst tækifæri til að spjalla við og kynnast starfsfólkinu, skoða húsnæðið sem félagsmiðstöðin hefur og allt sem hún hefur uppá að bjóða.

Í Bústöðum verður félagsmiðstöðvadagurinn þannig að milli 16:00-18:00 bjóðum við 5-7. bekk ásamt fjölskyldum að koma og milli 19:00-21:00 bjóðum við 8-10. bekk ásamt fjölskyldum.

Á dagskránni verður Kahoot spurningakeppni um Bústaði þar sem sigurvegarinn fær verðlaun fyrir að þekkja Bústaði best, en keppnin er líka kjörið tækifæri til að kynnast Bústöðum betur, það verða spil uppsett á borðunum og listasmiðjan opin.

Einnig ætla Kári og Ívar að skora á gesti og gangandi í pool á nýja pool borðinu okkar, verðlaun í boði fyrir þá sem sigra þá.

Boðið verður uppá kaffi og léttar veitingar.

Vonandi sjáum við sem flesta en unglingar, foreldrar og systkini eru velkominn.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt