Félagsmiðstöðvadagurinn í Tónabæ

 í flokknum: Tónabær

Á morgun, 14.nóvember er Félagsmiðstöðva- og Ungmennahúsadagurinn haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni „Samvera er ein besta forvörnin“

Hver félagsmiðstöð heldur daginn með sínu sniði, en í Tónabæ ætlum við að hafa opið hús kl 16:00-19:00, og er þá opið fyrir alla.
Allir starfsmenn Tónabæjar verða á svæðinu og er þetta alveg kjörinn vettvangur til að koma og kynna sér starfið og sjá hvað börnin og ungmennin eru að gera í Tónabæ í frítíma sínum.

Boðið verður upp á léttar veitingar og hægt verður að skora á börnin og ungmennin í fótboltaspilinu, borðtennis, mario-kart, fifa eða hvað sem hugurinn girnist.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 #samvera

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt