Askja – Félagsmiðstöð

 Félagsmiðstöðin Askja

Félagsmiðstöðin Askja
Suðurhlíð 9
105 Reykjavík

Netfang: Askja@rvkfri.is

Sími: 411-5471

Askja er félagasmiðstöð fyrir nemendur á unglingastigi í Klettaskóla. Starfsemi Öskju fer fram eftir að skóladegi líkur til 17:00. 

Í Öskju leggjum við mikla áherslu á unglingalýðræði og höldum unglingaráðsfundi reglulega. Unglingarnir hafa þannig áhrif á það sem er gert í skipulögðu starfi í félagsmiðstöðinni. 

Á hverjum degi er í boði val. Unglingarnir velja á milli þriggja valmöguleika. Eftir val er frjáls tími, en þá er hægt að finna sér ýmislegt til dundurs. Má sem dæmi nefna úrval borðspila, playstation tölvu, fótboltaspil og fleira.  Auk þess förum við oft út og finnum upp á ýmsu skemmtilegu að gera. 

Á föstudögum erum við með föstudagsfjör og þá er heldur betur FJÖR. Við syngjum í karíókí, erum með bingó, förum í leiki, horfum á skemmtilegar bíómyndir og margt fleira, eftir því hvernig liggur á okkur.

Starfsmenn

Starfsmenn

  • Kristrún Emilía Kristjánsdóttir
    Kristrún Emilía Kristjánsdóttir Aðstoðarforstöðumaður Öskju

    Frístundamiðstöðin Kringlumýri

    S: 411-5464 / 695-5143

  • Brynjar Orri Bjarnason
    Brynjar Orri Bjarnason Aðstoðarforstöðumaður Öskju

    Frístundamiðstöðin Kringlumýri

    S: 411-5471 / 695-5143

     

  • Helena Vignisdóttir
    Helena Vignisdóttir Aðstoðarforstöðumaður Heklu (Askja/yngri hópur)

    Frístundamiðstöðin Kringlumýri

    S: 411-5471 / 664-7649

  • Klara Bjarnadóttir
    Klara Bjarnadóttir Stuðningsfulltrúi í sértæku starfi
    • Sigrún Ósk Jóhannesdóttir
      Sigrún Ósk Jóhannesdóttir Aðstoðarforstöðumaður ( í fæðingarorlofi)

      GSM: 664-7643

      Borðsími: 411-5471

    Langir dagar
    Leiðarljós og gildi

    Fagmennska-Gleði-Fjölbreytileiki

    Í frístundastarfi er leitast við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni svo allir fái útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Leiðarljós er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskist í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Lögð er áhersla á að þroska félagslega færni í samskiptum í gegnum leik og starf sem og virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Lýðræðislegir starfshættir eru notaðir til að efla hæfni til að hver og einn geti mótað sér sjálfstæðar skoðanir og hafi þannig áhrif á umhverfi sitt og aðstæður.

    Nemendaráð

    Nemendaráð

    Askja heldur utan um nemendaráðið í Klettaskóla, en nemendaráðið fundar á 2 vikna fresti. Fundinum stjórna aðstoðarforstöðumenn í unglingastarfi auk fulltrúa kennara Klettaskóla. Fundurinn er í húsnæði Klettaskóla á miðvikudögum kl 13:40. Nemendaráðið er opið, sem þýðir að allir áhugasamir unglingar í 8.-10. bekk í Klettaskóla geta mætt á fundinn. Minni nefndir og ráð eru svo skipuð í tengslum við stærri viðburði. Fulltrúar frá Öskju taka einnig þátt í Ungmennaráði Sexunnar (ungmennaráð Kringlumýrar) og Ungmennaráði sértækra félagsmiðstöðva í Reykjavíkurborg.

    Í Öskju er starfandi Krakkaráð í 10-12 ára starfinu, en þar fá þjónustunotendur á miðstigi tækifæri til að hafa áhrif á starfi í Öskju, kjósa um hvað er í boði í Klúbbastarfi og/eða í síðdegishressingu. Krakkaráðið starfar með barna- og unglingalýðræði að leiðarljósi.

    Klúbbastarf

    Klúbbastarf

    Ungmennaklúbbur 1 8.-10.bekkur

    Skipulagður klúbbur sem eflir hæfni ungmennanna í að vinna í hóp, ungmennin munu seinna skíra hópinn sjálf.

    Ungmennaklúbbur 2 8-10. bekkur

    Skipulagður klúbbur sem eflir hæfni ungmennanna í að vinna í hóp, ungmennin munu seinna skíra hópinn sjálf.

    Ungmennaklúbbur 1 5.-7.  bekkur

    Skipulagður klúbbur sem eflir hæfni ungmennanna í að vinna í hóp, ungmennin munu seinna skíra hópinn sjálf.

    Ungmennaklúbbur 2  5-7. bekkur

    Skipulagður klúbbur sem eflir hæfni ungmennanna í að vinna í hóp, ungmennin munu seinna skíra hópinn sjálf.

    Hreyfing og útivera

    Skipulagðir leikir eða íþróttir í íþróttasal eða úti ef veður leyfir, markmið klúbbsins er að efla félagsfærni ungmenna í gegnum íþróttir og skipulagða leiki.

    Föndurklúbbur

    Finna nýjar og fjölbreyttar leiðir til að börnin eigi góða stund með öðrum ungmennum og starfsmönnum í gegnum list og sköpun.

    Tækniklúbbur

    Nota tölvur og tölvuleiki til að efla félagsfærni ungmennanna. Markmið klúbbsins er að kenna ungmennunum að nota tölvur og vinna saman.

    Föstudagsfjör

    Mismunandi dagskrá í hverri viku, leynigestir, skemmtun og almennt fjör.

     

     

    Kvöldopnanir

    Kvöldopnanir fyrir ungmenni í Öskju er á hverju miðvikudagskvöldi

    • Félagsmiðstöðin Askja
    • Safamýri 5
    • 6955144 / 6647643/ 6647662/ 6955143 / 6644183
    • askja@rvkfri.is
    Contact Us

    We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

    Not readable? Change text. captcha txt