Sumar 2021

Frístundamiðstöðin Kringlumýri býður upp á frístundastarf í sumar fyrir börn sem ljúka 5. – 7. bekk nú í vor. Um er að ræða viku námskeið með áherslu á viss þemu þar má nefna:  Ævintýranámskeið, Lista og sköpunarnámskeið , útivistarnámskeið, vísindanámskeið og Matreiðslunámskeið.

Nauðsynlegt er að skrá sig í hvert námskeið.

Tímabil starfsins er frá 14. júní til 23.júlí. sjá nánar á :  http://sumar.fristund.is

 

Námskeiðin fara fram í félagsmiðstöðinni Þróttheimum Holtavegi 11 og Tónabæ Safamýri 28. Námskeiðin eru 4-5 daga. Staðsetning hvers námskeiðs tilgreind við skráningu og námskeiðið hefst þar alla dagana en farið er í ferðir út um hvippinn og hvappinn.

Athugið – tímasetningar á námskeiði eru á þessa leið :

Mánudagar kl. 12:30-15:30 –  Þriðjudagar-Föstudagar kl. 09:30-15:30 

Forráðamönnum er bent á að ekki er um vistun að ræða. Mæting á námskeið er á ábyrgð forráðamanna. Einnig er mikilvægt að börn komi klædd eftir veðri, með þann útbúnað sem er tilgreindur við smiðjuna ásamt hollu nesti og vatnsbrúsa.

http://kringlumyri.is/sumarnamskeid-kringlumyrar-fyrir-10-12ara/  – nánari dagskrá á heimasíðu Kringlumýrar. Skráning hefst 11.maí kl. 10:00 á http://sumar.fristund.is 

Skráning nauðsynleg vegna takmörkunar á hópastærð.  Skilmálar á vef Reykjavíkurborgar

Athugið að ekki er hægt að nýta frístundakortið í sumarstarf á vegum SFS.

Ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið á frístundamiðstöðvar SFS  og fengið aðstoð við skráningu. Ekki er hægt að skrá börn í sumarstarf í gegnum síma. Starfsfólk frístundamiðstöðva og Símavers Reykjavíkurborgar (s. 411-1111) getur þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.

Nánari upplýsingar:

Frístundamiðstöðin Kringlumýri

Sími: 411 5400

Netföng umsjónarmanna:

í Laugardal :

 

Kolbrun.E.Jonsdottir.Scheving@rvkfri.is

Í Háaleitis-og bústaðahverfi:

aslaug.yr.thorsdottir@rvkfri.is

Starfsmenn miðstigs
  • Kolbrún Edda Jónsdóttir Scheving
    Kolbrún Edda Jónsdóttir Scheving Aðstoðarforstöðumaður

    Í veikindaleyfi

    Frístundamiðstöðin Kringlumýri

Dagskrá - Laugardalur

Vikunámskeið

8. júní - 12. júní - Íþrótta- og útivistarnámskeið Þróttheimar

15.-19.júní Matreiðslunámskeið Þróttheimar 4 dagar

22. júní - 26. júní Ævintýranámskeið Þróttheimar

29. júní - 3. júlí Lista- og sköpunarnámskeið Þróttheimar

6.-8.júlí Tækninámskeið - 3 dagar Þróttheimar

13.-17.júlí Matreiðslunámskeið - 5 dagar Þróttheimar

Dagskrá - Háaleiti og Bústaðir

Vikunámskeið

8. júní – 12. júní – Íþrótta- og útivistarnámskeið Bústaðir

Vika 2. 15. júní – 19. júní Tækninámskeið Bústaðir

Vika 3. 22. júní – 26. júní Ævintýranámskeið Bústaðir

Vika 4. 29. júní – 3. júlí Lista- og sköpunarnámskeið Bústaðir

Vika 5. 6.- 8. júlí Matreiðslunámskeið Bústaðir 3 dagar

Vika 7. 20. -24.júlí Ævintýranámskeið Bústaðir

Myndir

Dagssmiðjur:

Námskeiðstímar

10 – 12 ára

Alla virka daga:

Mán kl. 12:30-15:30

Þri – fös kl. 09:30 – 15:30

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt