Fimman hefur hæfileika

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Hæfileikakeppnin Fimman hefur hæfileika var haldin í Tónabæ föstudaginn síðastliðinn. Þar voru á bilinu eitt til tvö atriði frá hverri félagsmiðstöð innan Kringlumýrar sem kepptu um sæti í Reykjavík hefur hæfileika sem haldin verður í Austurbæ 26. apríl nk. Atriðin voru fjölbreytt en allt frá söngvaskáldum til nútímadansa. Þrjú atriði fóru áfram fyrir hönd Kringlumýrar og voru það Halldóra Björg úr Bústöðum, Joseph Benedict frá Þróttheimum og Eva Dögg frá Tónabæ sem fóru með sigur úr býtum. Halldóra Björg var með frumsamið, kraftmikið nútímadansverk, Joseph með frumsamið lag sem hann söng og spilaði á gítar og Eva Dögg með píanó útgáfu af þungarokki.

Öll atriði sem tóku þátt stóðu sig frábærlega en Fimman og Kringlumýri óskar sigurvegurum innilega til hamingju.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt