Fimmuball Kringlumýrar

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Nú er komið að hinu árlega Fimmuballi Kringlumýrar! Fimmuballið í ár verður haldið í Réttarholtsskóla og þeir sem koma fram eru engir aðrir en Jói Pé og Króli en þeir gáfu út sína fyrstu plötu í síðasta mánuði og er hún ein mest spilaðasta platan á Íslandi í dag. Einnig mun fyrrum nemandi Réttarholtsskóla og plötusnúðurinn DJ Einar Dagur spila fyrir gesti.

Þeir sem hafa skipulagt Fimmuballið eru nemendur úr félagsmiðstöðvunum Laugó, Buskanum, Bústöðum, Þróttheimum og Tónabæ. Þetta eru alls 6 unglingar og hafa þau staðið sig alveg ótrúlega vel. Mikil tilhlökkun er fyrir Fimmuballinu sem verður haldið í kvöld kl. 19:30-22:00. Hægt verður að kaupa miða við innganginn fyrir þá unglinga sem eru í fyrrnefndum félagsmiðstöðvum.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt