Fjársjóðsleit í haustfríi

 In Álftabær, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Krakkakot, Neðstaland, Sólbúar, Tónabær

Félagsmiðstöðvarnar Tónabær og Bústaðir hafa útbúið fjársjóðsleit fyrir fjölskyldur í haustfríi!

Fjársjóðsleitin fer þannig fram að þið gangið um hverfið með fjársjóðskortið ykkar og leitið að lykilstöðum í hverfinu. Þar finnið þið bleðil með upplýsingum um staðinn sem þið eruð á og getið skannað QR kóða með myndavélinni á símanum ykkar. QR kóðinn leiðir ykkur á vefsíðu þar sem þið svarið örfáum spurningum. Með því að senda inn svarið ykkar þá komist þið í happadrætti sem dregið verður úr að loknu vetrarfríi. Í verðlaun eru Menningarkort Reykjavíkurborgar og sundkort fyrir börn og fullorðna!

Því fleiri staði sem þið heimsækið, því meiri möguleika eigið þið á því að fá verðlaun!

Kortin eru annars vegar af Háaleitishverfi og hins vegar Bústaðahverfi, en bæði kort má nálgast hér og á instagram síðu Tónabæjar: Tonabaer

Megin markmið þessa fjársjóðsleik er að fjölskyldur eyði tíma saman, fari út í göngutúr og skapi gæðastund á meðan það kynnist hverfinu sínu 😊

Leikurinn hefst á fimmtudag 22. október og stendur yfir út mánudaginn 26. október!

Við minnum ykkur á að gæta að sóttvörnum, passa upp á tveggja metra regluna og skemmta ykkur vel.

Gleðilega útivist!

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt