Fjör í Vogaseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Vogasel

Seinustu vikur í Vogaseli hafa verið fjörugar. Starfið komið í ágætis horf þó okkur vanti enn starfsmenn til að geta tæmt biðlistann.

Við höfum verið mikið að vinna með útiveru. Reynt að hafa fjölbreytt í boði í útiverunni svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Það  var svo mikil sól um daginn að við hentum í Kubb-keppni. Börnin voru mjög ánægð með það.

 

  

   

Föstudaginn 29. september var mikil rigning allan daginn og börnin orðin blaut og köld.

Því var ákveðið að stytta frímínúturnar og hent í bíó sýningu í Múmíndal meðan börnin þornuðu.

Við höfum hafið samstarf við TBR. Á mánudögum kl. 14:00 löbbum við með 20 barna hóp í TBR og þar taka tveir þjálfarar við börnunum og kenna þeim  badminton til kl. 14:55.
Þá löbbum við til baka og börnin fá að fara í seinna val. Við byrjuðum með þetta í gær, 16. október, og tókst það mjög vel. Að beiðni þjálfaranna er þetta einungis fyrir börn í 2. – 4. bekk enn sem komið er. Börnin velja sig sjálf í þetta, þetta er í raun bara hluti af vali dagsins. Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi við TBR og mjög þakklát að þau buðu okkur þetta.

      

           +

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt