Föstudagsfréttir 10. maí

 í flokknum: Dalheimar, Forsíðu frétt

Vikan í Dalheimum hefur verið með eindæmum hugguleg. Á mánudaginn var langur dagur hjá Langholtsskóla og við skelltum okkur í Klifurhúsið fyrir hádegið til að príla svolítið. Á þriðjudaginn fór svo hópur af krökkum í Orminn, en það er leiksvæðið fyrir ofan þvottalaugarnar. Allar yfihafnir voru hafðar heima því veðurguðirnir voru okkur hliðhollir þennan dag og reyndar líka næstu daga. Sólin hefur skinið á okkur svo til alla vikuna og við höfum nýtt góða veðrið í allskonar skemmtilega útileiki, s.s. sápukúlugerð, frisbígolf, badminton og útiföndur.

Góða helgi!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt