Föstudagsfréttir 17.05.2019

 In Dalheimar, Forsíðu frétt

Sæl öll,

það hefur verið afar gaman í Dalheimum þessa vikuna – eins og reyndar allar vikur. Við föndruðum falleg skip úr gömlum mjólkurfernum og héldum svo með þau í siglingarferð í Laugardalnum. Varvara stýrði ljósmyndaklúbb í grasagarðinum og þar hittu krakkarnir Egil Helgason, þann fræga mann. Við höfum líka gróðursett ýmiskonar jurtir síðustu vikur og fylgjumst nú með þeim vaxa og dafna í gluggunum. Á miðvikudaginn var lengd viðvera hjá Laugarnesskóla og þá skelltum við okkur í klifurhúsið. Í tilefni af Evróvisjónkeppni helgarinnar föndruðum við Hatara-grímur til að setja upp á stóra kvöldinu á morgun.
Við brölluðum margt fleira í vikunni en það tæki of langan tíma að rekja það allt hér. Nokkrar myndir segja fleira en nokkurþúsund orð:

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt