Föstudagsfréttir

 í flokknum: Óflokkað

Sæl öll! Nú er síðasta vika annarinnar að líða undir lok og jólin á næsta leyti. Við höfum haft það huggulegt þessa vikuna enda rólegt og fámennt svona rétt fyrir jólafrí. Varja hefur brallað ýmislegt með krökkunum eins og vanalega og þessa vikuna ber helst að nefna ljósmyndaklúbb, sápukúluklúbb og föndurklúbb, en krakkarnir föndruðu stóra jólaketti úr gömlum pappakössum. Við skreyttum piparkökur, hituðum kakó, horfðum á jólamynd og gerðum margt jólalegt og notalegt.

Skoðið myndirnar og njótið hátíðanna!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt