Föstudagsfréttir 8. nóvember

 In Óflokkað

Sæl öll og gleðilegan föstudag!

Það hefur kennt ýmissa grasa í Dalheimum þessa vikuna og þá síðustu.

Við lokuðum síðust viku með glæsilegri hrekkjavökuhátíð. Krakkarnir fengu andlitsmálningu, grímur og hryllingskökur úr smjördeigi auk þess sem haldinn var dansleikur í Höllinni með hryllingstónlist og draugalegum reyk sem gerður var með þurrís og heitu vatni. Hafragrauturinn í hressingu var grænn í tilefni dagsins og við hituðum sykurpúða yfir eldi úti á lóð. Dagurinn heppnaðist vel í alla staði og hægt er að skoða myndir frá honum í þessu myndasafni.

Þessi vika hefur síðan gengið sinn vanagang með klassískum klúbbastarfi en auðvitað líka með örðuvísi klúbbum.  Við fórum í ferð á bókasafnið, gerðum trölladeig, föndruðum jólasveina, bökuðum brauðbollur, máluðum steina og spiluðum spil. 4. bekkur vann í bíómyndinni sinni, Baldur samdi nokkur jólalög með krökkunum í tónlistaklúbb og Alexander Keppie spilaði Warhammer með nokkrum áhugasömum strákum.

Góða helgi!

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt