Föstudagsfréttir Dalheima 1.-5. apríl

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í byrjun vikunnar lét vetur konungur sjá sig á ný og það voru kát börn sem léku sér við snjóhúsagerð og fóru í snjóþotuferð í dalnum með Ólafi og Lúðvík.

Þá voru farnar allnokkrar ferðir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem börnin tóku ljósmyndir af húsdýrunum með Vörju, léku sér í leiktækjunum með Hildi og í dag fóru svo Alma og Hildur Ýrr með hóp af börnum í ratleik um garðinn. Hér má sjá nokkrar myndir af því:

Kappsamir krakkar í ratleik

Ein þrautin gekk út á að klífa upp í turninn og svara spurningum

Finnið níu börn á þessari mynd

Við sendum foreldrum einnig krækju á lagalista á SoundCloud. Þar má hlýða á afrakstur tónlistarklúbbsins til þessa. Þar hafa þau fengið að syngja, rappa og spila á hljóðfæri. Við erum ákaflega stolt af þessum hæfileikaríku börnum og hlökkum til að heyra meira af tónlistarsköpun þeirra. Ef þið hafið ekki fengið krækjuna í tölvupósti, hafið endilega samband og við sendu hana til ykkar.

 

 

Starfsmaður vikunnar

Alexander Dalheimar 2018-2019

Alexander hefur unnið í Dalheimum í nær 3 ár og er einn af elstu starfsmönnum Dalheima. Hann klárar stúdentspróf í ár frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla þar  sem hann hefur stundað nám á félagsfræðibraut. Hann stefnir á að verða flugmaður því honum þykir svo gaman að ferðast.

Uppáhaldsklúbbarnir hans Alexanders eru spurningaklúbbur og vettvangsferðir.

 

Góða helgi!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt