Föstudagsfréttir frá Dalheimum

 In Dalheimar

Sæl verið þið öll og gleðilegan föstudag!

Þá er komið að því að fara aðeins yfir vikuna í Dalheimum. Hér var bolludagurinn haldinn hátíðlegur og öskudagurinn líka, en sprengidagurinn fékk minni athygli í þessum hátíðarhöldum öllum. Á fimmtudag var svo foreldrakaffi sem heppnaðist bara prýðilega. Þar voru frumflutt nokkur lög sem Baldur Hjörleifsson og hópur krakka hafa verið að föndra síðustu vikur. Varvara hefur undanfarin misseri stjórnað ljósmyndaklúbbi og afrakstur síðustu vikna var sýndur í Höllinni. Hér eru nokkrar myndir frá starfinu og svo nokkrar myndir frá ljósmyndaklúbbnum:

Það var mikið lagt í öskudagsbúningana í ár

Tónsmíðaklúbbur

Tónsmíðaklúbbur

Starfsmaður vikunnar

Hér eftir verður vikulega kynntur starfsmaður vikunnar, svo foreldrar fái örlitla innsýn í þennan góða hóp sem starfar með börnunum.

Þetta er Elías. Hann er með B.A. gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og starfar bæði í Dalheimum og hjá Siðmennt. Hann hefur boðið upp á heimspekiklúbb í Dalheimum sem heitir “Sögur og spurningar.” Þar er fer hann yfir mörg klassísk viðfangsefni heimspekinnar á skemmtilegan hátt með krökkunum og drekkur með þeim ávaxtate. Klúbburinn hefur notið nokkurra vinsælda og er haldinn tvisvar í viku, á miðvikudögum og fimmtudögum.

 

Góða helgi!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt