Frábær félagsmiðstöðvadagur í Laugó

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Félagsmiðstöðvadagurinn var haldinn með pompi og prakt síðasta miðvikudag í Laugó. Hurðin var opnuð uppá gátt fyrir alla í hverfinu, nemendur, foreldra, ömmur, afa og bara alla sem höfðu áhuga á að kynnast starfseminni betur.

Á milli 16 og 18 á miðvikudaginn var opið fyrir miðstig og forráðamenn. Skemmst er frá því að segja að mætingin var frábær á þá opnun. Mikið af foreldrum komu við og voru með í þeirri afþreygingu sem í boði var. Spilin og blindraboltinn voru vinsæl að vanda auk þess sem starfsmenn sýndu foreldrum aðstöðuna.

Um kvöldið var svo opið fyrir unglingastig og þeirra foreldra. Fín mæting var en ögn rólegri stemmning yfir. Þar var það ljósmyndasýningin sem sló í gegn en það var afrakstur ljósmyndaklúbbsins sýndur.

Við í Laugó þökkum öllum sem komu við kærlega fyrir komuna. Það er öllum velkomið að kynna sér starfsemina á öðrum dögum og tökum við vel á móti forráðamönnum sem vilja kíkja við alla daga.

Nokkrar myndir af deginum má finna hér að neðan:

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt