Frábær lokafræðsla ársins 2018 – Dagskrár fyrir janúar mættar

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Síðasta fræðsla ársins 2018 í Þróttheimum fór fram þann 21. desember síðastliðinn. Þá mætti Indíana Rós Ægisdóttir verðandi kynfræðingur og var með fræðslu sína um sjálfsfróun.

Indíana hefur vakið nokkra athygli síðustu misseri m.a. á samfélagsmiðlum þar sem hún fræðir ungt fólk og áhugasama um hin ýmsu mál er tengjast kynlífi, sjálfsmynd og líkamsmynd svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur haldið fjölda fræðslna á árinu við góðan orðstýr. Hægt er að lesa frekar um Indíönu hér. 

Góður rómur var af fræðslunni og var mæting prýðileg þrátt fyrir að hafa verið í hápunkti jólaundirbúnings. Fræðslur hafa verið mánaðarlega í vetur en hingað til höfum við fengið fræðslur um Hjálparsímann 1717, geðheislu ungs fólks og orðræðu og sögu einstaklinga með fötlun.

Árið 2019 er gengið í garð og óskum við öllum gleðilegs nýs árs. Dagskrár fyrir janúar er komnar hér á síðuna. Við bendum sérstaklega á uppfærðan viðveru tíma hjá miðstigi.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt