Frábær mæting á fræðslu Fávita

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Fyrsta fræðsla vetrarins fór fram síðastliðið mánudagskvöld. Markmið Laugó er að bjóða uppá fræðandi og skemmtilegar fræðslur fyrir unglingana reglulega á skólaárinu og er stefnan sett á fleiri fræðslur á næstu mánuðum.

Í þetta skiptið var það Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur úti Instagram síðunni Fávitar sem var með fræðslu. Unglingarnir hafa óskað mikið eftir þessari fræðslu síðustu vikur enda er Instagram síðan mjög vinsæl. Í fræðlunni fjallaði Sólborg um tilgang síðunnar auk þess að ræða um samþykki, samskipti, mörk, kynlíf og ofbeldi.

Óhætt er að segja að fræðslan hafi slegið í gegn og var algjör metmæting á fræðsluna í Laugó. Ljóst er að málefni Fávita eru ofarlega á baugi og vekja miklar umræður og spurningar. Það var frábært að fá Sólborgu í Laugó og vonum við að málefnin hafi vakið athylgi unglinganna.

Instagram síðu Fávita má finna hér. 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt