Fræðslu Febrúar og mætingarkeppni

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Þróttheimar og Buskinn sett saman frábæra febrúar dagskrá og er þema mánaðarins FRÆÐSLU FEBRÚAR. Við höfum fengið marga flotta fyrirlesara líkt og Siggu Dögg sem kemur með kynfræðslu og verða það tvö kynjaskipt kvöld, Helga Lind frá Druslugöngunni, Beggi Ólafs knattspyrnumaður og masternemi í sálfræði verður með fræðslu um hugarfar og markmiðasetningu ,,Gerðu það sem þú getur ekki” og félagsmiðstöðvarstarfsmenn verða með fræðslu sem kallast Rambó vs. Barbie og er um hlutverk kynjanna í samfélaginu.

Einnig verður Laugardalsleikaball í Langholtsskóla fyrir ungmenni í 8.-10. bekk í Langholtsskóla, Vogaskóla og Laugarlækjarskóla. Laugardalsleikaballið er lokahóf Laugardalsleikana sem er íþróttakeppni sem er haldin fyrr um daginn.

Á þriðjudögum er alltaf opið fyrir 10. bekk í Langholtskóla og Vogaskóla og þær opnanir skiptist á að vera í Þróttheimum og Buskanum, Vogaskóla. Það verða einnig haldin árgangakvöld fyrir 8. og 9. bekk  í febrúar en þá verður einnig opið í íþróttahúsinu í Langholtsskóla fyrir hin ungmennin.

Nú höfum við sett af stað mætingarkeppni fyrir Samfestinginn þar sem það eru takmarkaðir miðar seldir fyrir hverja félagsmiðstöð og þarf því að halda vel utan um það hverjir fá að fara. Samfestingurinn er uppskeruhátíð félagsmiðstöðva og er því ætlast til að þeir sem mæta reglulega í félagsmiðstöðva og taki þátt í  starfinu fái forgang á að kaupa miða og koma með á Samfestinginn. Mætingarstiginn fara þannig fram að á dagopnun er 1 stig veitt fyrir mætingu, 3 stig fyrir kvöldopnun og 7 stig fyrir fræðslukvöld.

Við hlökkum til að sjá ykkur!
Kveðja, starfsfólk Þróttheima og Buskans

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt