Framundan í febrúar

 In Forsíðu frétt, Þróttheimar

Árið fór mjög vel af stað hjá Þróttheimum. Í janúar stóðu tveir viðburðir upp úr, annarsvegar var það mánaðarlegt fræðslukvöld þar sem ungmenni í 8-10 bekk hlustuðu á fyrirlestur um verkefni Útmeða. Mikill fjöldi kom að hlusta og starfsfólk Þróttheima bauð upp á súpu í lok fundarins. Síðastliðinn föstudag var svo haldin Söngkeppni Kringlumýrar þar sem Joseph úr 10 bekk keppti og hlaut sigur úr bítum ásamt atriði úr Bústöðum. Hann mun því fara fyrir okkar hönd á Söngkeppni SAMFÉS í mars.

Í febrúar er ekki síðri dagskrá en hana má nálgast í viðhengi. Við hófum mánuðinn á sundferð og DiY-klúbbi en í febrúar ætlum við að prófa af og til tvöfaldar kvöldopnanir. Á þannig opnunum gefst ungmennum kostur á að taka þátt í opnum viðburðum þar sem allir geta mætt eða skráð sig til þátttöku í þema-klúbbi.

Fræðslan i febrúar mun vera í höndum Ástráðs, sem er forvarnarstarf læknanema við HÍ. Um er að ræða kynfræðslu sem snýr að því að fækka kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum meðal ungmenna.

Fyrr á dögunum fengu Þróttheimar 250.000kr styrk til að leggja enn meiri áherslu á fræðsluhluta starfsins og hyggjumst við á næstu dögunum leggjast yfir það hvernig best sé að miðla til ungmenna skólans þekkingu á heilbrigðum lífsstíl, jákvæðu hugarfari og geðheilbrigði.

Skíðferðarundirbúningur gengur mjög vel og á næstu dögum verður sendur út póstur til foreldra/forráðamann þeirra ungmenna sem ætla að taka þátt í ferðinni. Föstudaginn 24.febrúar kl. 17 verður svo fundur bæði fyrir þátttakendur og foreldra/forráðmenn þar sem farið verður yfir allt sem við kemur ferðinni. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við starfsfólk Þróttheima.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt