Frístundaheimilið Glaðheimar

Glaðheimar er frístundaheimili fyrir börn í 1. og 2. bekk í Langholtsskóla.

Sandra Lind Stefánsdóttir er forstöðukona Glaðheima, það er hægt að ná í hana í síma 664-7667 eða á póstfangið sandra.lind.stefansdottir@rvkfri.is

Aðstoðarforstöðukona er Viktoría Ásgeirsdóttir. Hana má nálgast í síma 664-7617.

Einnig má hafa samband við þær í vefpósti á netfanginu gladheimar@rvkfri.is

 

Þegar frí er í skólanum á virkum dögum er opið í Glaðheimum frá klukkan 8:00 til klukkan 17:00. Þá er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem eiga að mæta. Þeir foreldrar sem vilja nýta sér þessa þjónustu þurfa að skrá börnin sín sérstaklega hér, hvort sem nýta eigi morgunvistunina eða eingöngu hefðbundinn vistunartíma. Greiða þarf aukalega fyrir vistun milli klukkan 8.00-13:30.

 

Við viljum einnig vekja athygli á því að allar breytingar sem taka eiga gildi samdægurs verða að berast okkur í gegnum síma eða með tölvupósti fyrir klukkan 12:00. Þetta á einnig við tilkynningar um veikindi, frí o.þ.h. Vegna anna getum við ekki svarað í símana okkar milli 12:00 og 16:00 á daginn. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur SMS og svörum við um leið og tækifæri gefst.

Símanúmerið í Glaðheimum er: 664-7638

Starfsfólk

Starfsfólk

  • Sandra Lind Stefánsdóttir
    Sandra Lind Stefánsdóttir Forstöðukona

    Frístundamiðstöðin Kringlumýri

    s: 664-7667

  • Viktoría Ásgeirsdóttir
    Viktoría Ásgeirsdóttir Aðstoðarforstöðukona

    s: 664-7617

    • Egill Sigursveinsson
      Egill Sigursveinsson Frístundaleiðbeinandi
      • Greipur Hjaltason
        Greipur Hjaltason Frístundaleiðbeinandi með umsjón
        • Verena Bruss
          Verena Bruss Frístundaleiðbeinandi með umsjón
          • Izabela Hadrian
            Izabela Hadrian Frístundaráðgjafi
            • Anni
              Anni Frístundaleiðbeinandi
              • Sunna
                Sunna Frístundaleiðbeinandi með umsjón
                • Hjördís
                  Hjördís Frístundaleiðbeinandi
                  • Finnur
                    Finnur Frístundaleiðbeinandi
                    • Sara
                      Sara Frístundaleiðbeinandi
                      • Nikoletta Koskeri
                        Nikoletta Koskeri Frístundaráðgjafi
                        • Dagný
                          Dagný Frístundaleiðbeinandi
                          Gildi Kringlumýrar

                          Gildi Kringlumýrar

                          Fagmennska – Fjölbreytileiki – Gleði

                          Fagmennska

                          • Félagsþroski barna og unglinga efldur með áherslu á félags- og samskiptafærni.
                          • Áhersla lögð á eflingu jákvæðrar sjálfsmyndar og raunverulega virkni og þátttöku.
                          • Starfsfólk kappkostar að tileinka sér nýja þekkingu til uppbyggingar í starfi.
                          • Unnið eftir settum markmiðum og gildum.
                          • Störfum sinnt af virðingu með trúnað og tryggð að leiðarljósi.

                          Fjölbreytileiki

                          • Leiðandi afl í frítímastarfi með fötluðum börnum og unglingum.
                          • Áhersla á fjölbreyttan starfsmannahóp með ólíkan bakgrunn og færni.
                          • Viðfangsefni við hæfi hvers og eins.
                          • Barna- og unglingalýðræði í hávegum haft með tilstuðlan jafnréttis.
                          • Tökum mið og tillit til ólíkra skoðana og fjölbreyttra samstarfsaðila.

                          Gleði

                          • Viðhorf er val. Veljum okkur gleði og jákvæðni í starfi með bros á vör.
                          • Sýnum umhyggju.
                          • Lærdómur og sköpun í gegnum leik.
                          • Áhersla lögð á góð mannleg samskipti.
                          • Ekkert svo hátíðlegt að ekki megi hlæja saman.
                          Frístundadagatal

                          Foreldrahandbók

                          FORELDRA HANDBÓK

                          GLAÐHEIMA

                           

                          Um Glaðheima, skipulag og verkferlar

                          Við leggjum mikið upp úr því að þjónusta barnið ykkar sem best, þar sem það er statt hverju sinni. Við leggjum okkur fram við að vera í góðu samstarfi við foreldra og aðra sem koma að degi barnsins, svo sem skóla, íþróttafélög og þjónustumiðstöð. Við bjóðum öllum foreldrum upp á formlegt foreldraviðtal einu sinni á ári, auk þess eru forstöðukonur við teymis- og skilafundi. Foreldrar geta nálgast forstöðukonu flesta morgna milli kl. 9:00 og 12:00 í síma 411-5434 eða 664-7667. Aðstoðarforstöðukona er í síma 664-7617. Netfang Glaðheima er; gladheimar@rvkfri.is.

                          Miðað er við 13-16  börn á hvern almennan starfsmann í Glaðheimum. Auk almennra starfsmanna eru stuðningsstarfsmenn sem sinna ákveðnum börnum. Þessi viðmið um barngildi á starfsmann ákvarða hvernig og hvenær hægt er að taka börn inn á haustin og ef fjöldi umsókna fer fram yfir fjölda starfsmanna sem tekist hefur að ráða getur myndast tímabundinn biðlisti. Börn í 1. bekk og börn með sérstakar aðstæður eru í forgangi þegar sótt er um dvöl í frístundaheimili skv. ákvörðun borgarráðs. Því ráðleggjum við foreldrum að skila inn umsókn fyrir barnið eins fljótt og kostur er, en ávallt er opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár í febrúar.

                          Starfsfólk

                          Starfsmannahópurinn samanstendur af forstöðumanni í fullu starfi, aðstoðarforstöðumanni í fullu starfi og starfsmönnum í hlutastarfi, sem eru í allt frá 20-50% starfshlutfalli.

                          Forstöðukona Glaðheima er Agla Þorsteinsdóttir (er í fæðingarorlofi). Í dag er Hafdís Oddgeirsdóttir forstöðukona og Sunneva Ólafsdóttir aðstoðarforstöðukona. Daglegur vinnutími þeirra er frá 9:00 – 17:00. Flesta morgna er hægt að ná tali af þeim á skrifstofunni eða ná í þær í síma. Sérstaklega er mælt með því að foreldrar hafi samband fyrir hádegi ef áríðandi mál koma upp. Mjög erfitt getur reynst fyrir starfsfólk að taka á móti fyrirspurnum á milli 13:20 – 17:00, þar sem nóg er um að vera með börnunum. Við biðjum ykkur því að halda símhringingum í lágmarki eftir 13:20. Ef foreldrar vilja panta viðtalstíma hjá forstöðukonu er það sjálfsagt. Best er þá að hafa samband tímanlega og panta tíma.

                          Opnunartími:

                          Frístundaheimilið opnar um leið og venjulegum skóladegi lýkur og er opið til kl. 17:00. Börnin eru sótt fyrir aftan skólann og er merkt þar inn. Börnin ganga sjálf í Glaðheima en á hverju götuhorni er starfsmaður í gulu vesti til að aðstoða þau yfir göturnar. Þegar komið er í Glaðheima stendur börnunum til boða að fara í hressingu uppi í matsal. Að hressingu lokinni velja þau sér valsvæði fyrir daginn og fara í útiveru á meðan starfsmenn undirbúa valsvæðin og koma úr labbinu. Fyrstir koma fyrstir fá í valinu svo þeir sem eru lengi að labba yfir velja síðastir.

                          Eins og fyrr segir þá lokar frístundin kl. 17:00 og biðjum við foreldra um að virða þann tíma. Mikilvægt er að láta starfsmann vita þegar barnið er sótt og ,,stimpla” það út með því að setja myndina í sína á „Fara-heima“ á valtöflunni.

                           

                          Gjald:

                          Þjónusta Mánaðaverð Síðdegishressing Samtals
                          Vistun 5 daga 14.150 4085 18.235
                          Vistun 4 daga 11.535 3270 14.805
                          Vistun 3 daga 8905 2450 11.355
                          Vistun 2 daga 6285 1650 7935
                          Vistun 1 daga 3650 835 4485
                          Lengd viðvera á heilum dögum. 2125

                           

                          Gjaldið er ávallt innheimt eftir hvern mánuð. Ef foreldrar vilja afskrá barnið úr Glaðheimum er mikilvægt að gera það fyrir 15. hvers mánaðar og tekur uppsögnin gildi mánaðarmótin á eftir. Hægt er að skrá barnið í hlutadvöl í Glaðheima og tekur gjaldið mið af nýtingunni. Nánar má sjá gjaldskrána á heimasíðu Kringlumýrar ( www.kringlumyri.is ).

                           

                          Systkinaafsláttur

                          Ef tvö systkini eða fleiri eru í vistun hjá frístundaheimilum borgarinnar er veittur 75% afsláttur vegna annars barns en 100% vegna þriðja og fjórða barns af frístundagjaldi, skilyrði er að systkinin hafi sama lögheimili og fjölskyldunúmer í þjóðskrá. Foreldrar greiða fullt fæðisgjald fyrir öll börnin.

                          Veittur er systkinaafsláttur milli dagforeldra, leikskóla og frístundaheimila/frístundaklúbba þannig að 50% afsláttur er af gjöldum á frístundaheimili/frístundaklúbb ef barnið á systkini í leikskóla eða hjá dagforeldri. Ekki er veittur afsláttur af gjaldi fyrir síðdegishressingu.

                          Ef þjónusta er nýtt kl. 8.00-13.40 á foreldradögum og starfsdögum skóla eða í jóla- og páskafríum þarf að greiða fyrir það 2125 kr. á dag. Á ofangreindum dögum geta börnin eftir sem áður dvalið á frístundaheimilinu frá kl. 13.40-17.00 þar sem búið er að greiða fyrir þá vistun. Óskað er eftir skráningu á þessa daga sérstaklega á hverjum stað fyrir sig. Ekki er veittur systkinaafsláttur af viðbótarvistun á þessum dögum.

                          Dagskrá:

                          Börnin fá síðdegishressingu fljótlega eftir að skólinn er búinn. Dagskráin er samansett af fjölbreyttum og skemmtilegum tómstundum og leitast er eftir því að hafa dagskránna þannig uppbyggða að í bland sé boðið upp á skipulagt starf og frjálsan leik. Skipulögðum dagskráliðum lýkur að mestu í kringum 16:15. Eftir þann tíma er útivera, tiltekt og róleg stund.

                          13:40 – 14:15  labb í Glaðheima og matsalur.

                          14:15 – 14:45  Útivera (fer eftir veðri)

                          14:45 – 16:15 Valstund og ávaxtastund

                          16:15 – 16:30  Tiltekt og útivera

                          16:30 – 17:00  Endum daginn í kósýheim og Ævintýraheim (skilasvæði).

                          Aðstaðan

                          Anddyri/Fara-heimar: Valtafla Glaðheima er staðsett fyrir innan anddyri og þangað koma foreldrar til að athuga hvar barnið er staðsett. Mikilvægt er að koma þangað og láta vita þegar barnið er sótt. Í anddyri eru fatahengi barnanna og er velkomið að geyma þar aukaföt. Að auki geymum við óskilamuni í kommóðu frammi á gangi ásamt fatahengi sem er við innganginn. Eftir hverja viku er farið yfir óskilamuni og flokkaðir í kommúðuna eða á fatahengi.

                          Ævintýraheimur: Í ævintýraheim leggjum við mikla áherslu á frjálsan leik. Þar höfum við búninga og ýmis leikföng sem gerir börnunum kleift á að fara í hlutverk eins og t.d. eldhús- og kaffihúsarleikföng, búðarkassar o.fl.

                          Dótaheimur: Í dótaheimi leika börnin í frjálsum leik með leikföngin sem eru í boði í dótaheim, eins og t.d. bílar, dýr, dúkkur, kúluspil og fleira í þeim dúr.

                          Boltaheimur: Boltagryfjan okkar er staðsett í boltaheimi og þar mega börnin leika í frjálsum leik.

                          Kubbaheimur: Í kubbaheimi er í boði að leika með legokubba, kapplakubba, plús plús kubba og segulkubba.

                          Leikjaheimur: Í leikjaheimi er góð aðstaða til þess að fara í skipulagða leiki og þrautir, s.s. hópeflisleiki, þrautabrautir, skotbolta, fótbolta, bandý, keilu, pílu o.fl. Íþróttaklúbbar fara líka fram í leikjaheimi s.s. yoga, fimleikar, keila, glíma, boccia o.fl.

                          Kósýheimur: Í kósýheimi er lagt upp með að börnin upplifi notalega stund í ró og næði. Á þessu svæði er í boði að lesa, hlusta á sögu, perla, puttaprjóna, spila o.fl.

                          Listaheimur: Í listaheimi er góð aðstaða fyrir skapandi starf. Þar er málað, föndrað, teiknað og önnur listtengd vinna er unnin.

                          Matsalur/Eldheimar: Í Matsal borða börnin hressingu þegar þau koma í Glaðheima og er hún opin til kl. 15:00.

                          Suma daga er í boði að velja Eldheima en þar er börnunum leiðbeint um hvernig megi baka og elda á einfaldan máta, ásamt hreinlæti og öryggisverkferlum í matargerð.

                          Útivera: Útivera er alltaf í boði, þ.e. börnin geta alltaf valið útivist og geta alltaf skipt af valsvæði sínu og farið í útivera.

                          Heilir dagar:

                          Á þeim dögum þegar hefðbundið skólahald liggur niðri, s.s. á starfsdögum kennara, í jóla- og páskafríum og öðrum frídögum í skólanum, er boðið upp á þjónustu allan daginn í frístundaheimilinu. Það er hins vegar ekki opið í Glaðheimum í vetrarfríum skólans. Á heilum dögum er opið í Glaðheimum frá 8:00 – 17:00. Greiða þarf aukalega fyrir þjónustu fyrir hádegi þessa daga, en sótt er um viðbótarvistun á heilum dögum í gegnum Rafræna Reykjavík. Skráning fyrir heila daga er auglýst í tölvupósti með góðum fyrirvara. Rík áhersla er lögð á að foreldrar láti vita hvort barn mæti eða mæti ekki þá daga sem skipulagt skólastarf liggur niðri, óháð því hvort nýta á viðbótarvistun að morgni eða fast pláss eftir hádegi svo best gangi að manna vaktirnar og skipuleggja dagskrá. Athygli er vakin á því að ekki er tekið við óskráðum börnum á heilum dögum. Mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri og með nægilega mikið nesti (oftast morgun- og hádegisnesti). Á heilum dögum förum við oft með börnin í ferðir en erum alltaf í húsi á foreldraviðtalsdögum.

                          Hægt er að skoða hvaða dagar eru heilir skólaárið 2021-2022 í dagskrá á frístundadagatalinu á heimasíðu Glaðheima.

                          Heimasíða, samfélagsmiðlar og tölvupóstur

                          Upplýsingaflæði til foreldra er okkur mjög mikilvægt. Við höldum úti heimasíðu og sendum reglulega pósta með fréttum af starfinu, sem og aðra tilfallandi tölvupósta til foreldra. Mjög mikilvægt er að foreldrar gefi upp rétt netfang við umsókn í Rafrænni Reykjavík og ágætt ef foreldrar skoða það póstfang reglulega. Hægt er að senda póst á netfangið gladheimar@rvkfri.is. Slóðin á heimasíðuna okkar er http://kringlumyri.is/fristundaheimili-6-9-ara/gladheimar/ og er þar að finna upplýsingar um starfsfólk, innri starfsemi, myndir úr starfinu, fréttir og margt fleira. Heimasíðan er uppfærð reglulega. Við notum einnig facebook síðu Glaðheima mjög mikið og þar koma inn vikulega upplýsingar og myndir sem gaman er að fylgjast með. Slóðin á þá síðu er https://www.facebook.com/groups/2727096654247329
                          Tilkynningar til frístundaheimilisins: Forfallatilkynningar eru alfarið á ábyrgð foreldra. Börn eiga ekki að tilkynna okkur að þau séu ekki á leið í Glaðheima eða séu að fara með vinum sínum heim, það er alfarið á ábyrgð foreldra að láta okkur vita. Þetta á líka við um íþróttaæfingar, bæði ef barnið á ekki að fara á æfingu eða er að byrja að æfa íþrótt, þá þarf að skrá það í rútuna. Þetta er hægt að gera með því að senda tölvupóst, sms eða hringja í frístundaheimilið. Nauðsynlegt er að tilkynna forföll barns svo við séum ekki áhyggjufull um börn sem eiga ekki að mæta til okkar. Ekki er þó nauðsynlegt að tilkynna um veikindi ef þau eru tilkynnt til Langholtsskóla að morgni.

                           

                          Frístundir: Foreldrar bera ábyrgð að láta okkur vita ef barn á að labba sjálft í aðrar frístundir.

                          Börnin fá ekki leyfi til að hringja heim úr Glaðheimum til þess að spyrja um leyfi til að leika með öðrum börnum eftir frístund. Við biðjum foreldra að sýna þessari reglu skilning og hvetjum til þess að slíkar heimsóknir séu skipulagðar daginn áður og við látin vita með símtali eða tölvupósti.

                          Íþróttarúta Ármanns og Þróttar: Fer frá Glaðheimum alla daga nema föstudaga kl. 14:35 og 15:30. Íþróttafélögin sjá alfarið um rúturnar þannig best er að hafa samband beint við þau fyrir nánari upplýsingar. Þegar þið hafið skráð barnið  ykkar í rútuna og borgað gjöldin þá þurfum við tölvupóst frá ykkur um hvaða daga barnið nýtir rútuna, hvort það taki fyrri eða seinni rútu og hvaða íþrótt það æfir. Nánari upplýsingar um þetta ferli kemur frá íþróttafélögunum þegar rúturnar fara aftur af stað.

                          Útbúnaður barna: Mikilvægt er að börn séu klædd eftir veðri þegar þau eru í Glaðheimum. Það eru undantekningartilvik ef við förum ekki út. Það er ekki í boði að vera inni í Glaðheimum eftir veikindi barna, ef barnið er orðið nógu frískt til að mæta í frístund og labba yfir í Glaðheima getur það líka farið í útiveru.

                          Frístundakort

                          Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík frá 6 – 18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi. Styrkurinn verður frá og með 1. janúar 2021 50.000 krónur á barn á ári en ekki er um beingreiðslur til forráðamanna að ræða, heldur hafa þeir rétt til að ráðstafa tilgreindri upphæð í nafni barns síns til niðurgreiðslu á þátttöku- og æfingagjöldum. Bent er á að ekki er mögulegt að flytja styrkinn milli ára. Börn sem verða sex ára á árinu eiga rétt á styrk frá 1. janúar það ár og út árið sem þau eru 18 ára. Einstaklingar sem orðnir eru 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir inn í Rafræna Reykjavík til þess að ráðstafa styrknum.

                          Með von um gott samstarf,

                          Forstöðukona Glaðheima Sunneva Ólafsdóttir

                          sunneva.olafsdottir@rvkfri.is

                          s.664-7617

                           

                          Aðstoðarforstöðukona Glaðheima Guðrún Ásgeirsdóttir

                          gudrun.asgeirsdottir1@rvkfri.is

                          s.664-7667

                          Contact Us

                          We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

                          Not readable? Change text. captcha txt