Frístundalæsi í Dalheimum

 í flokknum: Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Einu sinni í mánuði hittist starfsfólk frístundaheimilanna í Laugardalnum og fræðast um ýmislegt sem tengist frístundastarfi. Á dögunum sóttu þau fyrirlestur um hvernig nýta má vettvang frítímans til að efla læsi. Frístundalæsi felst í að efla gagnrýna hugsun, félags- og samskiptafærni sem og auka samfélagsvitund svo fátt eitt sé nefnt.

Í Dalheimum hafa krakkarnir verið með útvarpsþætti, tekið viðtöl og gert kannananir. Þau hafa skipulagt viðburði, ræktað grænmeti, kortlagt tungumálakunnáttu sína og margt fleira en allt þetta styður við læsi í víðum skilning. Við hlökkum til að sjá hvernig krakkarnir vilja leika sér með frístundalæsi í vetur.

Meira um hugmyndafræði frístundalæsis og aðrar gagnlegar upplýsingar má nálgast hér.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt