Fyrsti barnaráðsfundur vetrarins

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Laugarsel var með fyrsta barnaráðsfund vetrarins í síðustu viku. Hann var vel sóttur, en átta börn komast að í einu. Þessir fundir eru í unnir eftir þeim gildum réttindaskólans og frístundar um barnalýðræði, þar sem börnin fá að hafa áhrif á starfið í Laugarseli.

Á þessum mikilvægum fundum, eins og við köllum þá, er farið yfir hugmyndir barnanna úr hugmyndakassanum. Við flokkum þær saman niður í þrjá flokka, það sem er hægt að framkvæma, kannski hægt að framkvæma og loks ekki hægt eða grín hugmyndir. Í lokin förum við yfir hugmyndirnar sem hægt er að framkvæma og þau kjósa tvær hugmyndir sem verða framkvæmdar í vikunni á eftir.

Að þessu sinni varð dans og bíó fyrir valin (sjá myndir fyrir neðan).

Við vorum með danspartý á miðvikudeginum sem gekk vonum framar og var mjög mikið stuð!

Við vorum með bíó í dag og var myndin Moana fyrir valinu.

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt