Fyrsti “Mikilvægi fundur” Glaðheima

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Glaðheimar hafa loksins látið verða af því að stíga í spor Dalheima og Laugarsels(og margra annara frístundaheimila) og halda Mikilvægan fund með börnunum. Mikilvægur fundur er vettvangur barnanna til þess að fara yfir hugmyndirnar úr hugmyndakassanum og flokka þær og kjósa um hvaða hugmyndir þau vilja framvkæma. Það var fjöldinn allur af góðum hugmyndum í kassanum í þetta skiptið og börnin flokkuðu þær í þrjá flokka, hægt, kannski hægt eða ógildar/grín. Þegar búið var að flokka hvaða hugmyndir var hægt að framkvæma var kosið um hvaða tvær hugmyndir ætti að framkvæma. Í þetta skiptið valdi hópurinn að kjósa um að hafa listasmiðjuna opna lengur og að baka kokoskúlur. Þessum hugmyndum verður því hrint í framvkæmd við fyrsta tækifæri.

Aðrar hugmyndir sem gaman er að nefna voru t.d.

  • hafragrautur í hressingu
  • hraðahindrun á ganginn
  • kaupa lítið trampólin

Á myndinni má svo sjá allar hugmyndirnar

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt