Fyrstu kosningar vetrarins í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Í gær voru fyrstu kosningarnar haldnar í Laugarseli þar sem kosið var um hvað á að hafa í síðdegishressingu. Börnin fengu átt valmöguleika að þessu sinni, en þeir voru skonsur, jógúrt, skyr, kringlur, flatkökur, lífskornabrauð, pólarbrauð og rúnstykki.
Kosningarnar virka þannig að hvert barn fær þrjár perlur (þrjú atkvæði) og þau mega skipta þessum atkvæðum milli valmöguleikana eins og þau vilja, setja allt á einn stað eða dreifa á tvo eða þrjá staði.
Hér má sjá hvernig atkvæðin skiptust:

Með þessu fá börnin að hafa áhrif á hvað er í matinn í Laugarseli og verður matseðill næsta mánaðar að þessu sinni eins og fyrstu fimm sætin gefa að kynna (dagarnir verða samt ekki í þessari röð). Það verður sem sagt skonsur, pólarbrauð, kringlur, jógúrt og rúnstykki á matseðlinum í október sem mun koma inná heimasíðuna í næstu viku.

Í næstu viku fáum við til okkar svona ánægjuvog (happy or not) til að gera öðruvísi og spennandi kosningar fyrir krakkana, en sú hugmynd kviknaði meðal frístundaheimilanna í Laugardalnum til að deila milli okkar. Við ætlum meðal annars að vera kosningar um bragðtegund á jógúrt og klúbba í íþróttasalnum í næstu viku en á hverjum degi verður ný svona kosning og munum við birta niðurstöðurnar á heimasíðunni okkar í næstu viku. Frístundaheimilið Glaðheimar voru með ánægjuvogina í síðustu viku og hafa prófað sig áfram, það er hægt að sjá hér hvernig þeim gekk til.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt