Gistinótt í Buskanum

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Föstudagskvöldið 18. janúar var haldin gistinótt í Buskanum þar sem saman komu 45 unglingar og skemmtu sér ásamt starfsfólki Buskans alla nóttina alveg fram til næsta morguns. Skemmst er frá því að segja að nóttin gekk stórvel og eiga unglingarnir hrós skilið fyrir mikla jákvæðni, gleði og virðingu fyrir hvert öðru og starfsfólkinu.

Dagskráin var að hluta skipulögð með það fyrir augum að efla hópinn sem heild og að allir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi að gera yfir nóttina. Meðal þess sem í boði var má nefna ýmsa hóp- og fjöreflisleiki, brjóstsykursgerð, spilasmiðju, Dungeons and dragons og tie dye. Eftir klukkan 04:00 var allri formlegri dagskrá í boði starfsfólks lokið og við tók ýmist spjall, spil, skotbolti, netflix-maraþon eða svefn, eftir því hvert orkustigið var.

Við erum þakklát hvað nóttin gekk vel og hlökkum til næstu viðburða með þessum frábæru unglingunum.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt