Glæsileg frammistaða hjá þróttheimamönnum á borðtennis- og poolmóti Samfés.

 In Forsíðu frétt, Óflokkað, Þróttheimar

Á laugardeginum, þann 23. mars fóru fram borðtennis, pílukast, pool og foosballmót Samfés. Það fóru keppendur fyrir hönd þróttheima í bæði borðtennismótið og hinsvegar poolmótið.

Það var hann Dagur Stefánsson í 8. bekk sem keppti fyrir hönd Þróttheima í borðtennismóti Samfés sem fór fram í ÍTR. Þar var fjöldi keppenda af öllu landinu sem tóku þátt og samkeppnin var hörð, en á endanum náði hann Dagur 1. sæti fyrir hönd Þróttheima. Þetta er þá fjórða árið í röð sem að Þróttheimar hafa borið sigur á borðtenniskeppni Samfés.

Þróttheimar náðu einnig góðum árangri á poolmóti Samfés sem fór fram á Snooker og pool stofunni í Lágmúla. Það var hann Magni Már Rósmann sem keppti fyrir hönd Þróttheima á poolmótinu.

Magni náði að komast í 8 manna úrslit og komst ansi nálægt því að komast í undanúrslit, sem er glæsilegur árangur í keppni þar sem það koma keppendur allstaðar af landinu. Hann hafði verið að æfa stíft í þróttheimum fyrir keppnina og árangur þess sýndi sig klárlega þegar það kom að keppninni sjálfri.

Við í Þróttheimum óskum Degi og Magna innilega til hamingju með frábæran árangur!

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt