Gleðilegt ár, nýr starfsmaður og Söngkeppni Fimmunnar

 In Forsíðu frétt, Þróttheimar

Þá eru starfsmenn Þróttheima komin aftur til baka eftir stutt en ljúft jólafrí. Starfsemi miðstigs byrjar 15. og 17. janúar og dagskrá janúar er komin inná heimasíðuna. Við byrjuðum almennar opnanir hjá unglingastigi á miðvikudaginn 3. janúar. Í vetur munum við halda áfram í samstarfi með Buskanum. Tilraunaverkefnið okkar fyrir áramót gekk vel og munum við halda áfram að vinna saman með einhverjum breytingum. Við stefnum að því að halda áfram með hópastarf þar sem fer fram með skráningu en það verður auglýst síðar. Í vetur höfum við ráðið Halldór eða Dóra inn í 100% stöðu hjá okkur í Þróttheimum. Dóri hefur verið að vinna hjá Kringlumýri í nokkurn tíma, hann byrjaði fyrst í Frístundaheimilinu Glaðheimum, fór síðan í Frístundaheimilið Dalheima og byrjaði í haust sem hlutastarfsmaður hjá Félagsmiðstöðinni Laugó. Hann þekkir því vel til krakkana og hverfisins og erum við mjög ánægð að fá hann í lið með okkur og bjóðum honum velkominn til starfa.

Fyrsti stóri viðburðurinn í vetur er söngkeppni Kringlumýrar, sem er undankeppni fyrir söngkeppni Samfés. Ungmenni í Fimmuráði sjá um skipulag á viðburðinum. Vinningshafi söngkeppni Kringlumýrar mun síðan taka þátt í Söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöllinni í 24.mars. Skráning fyrir undankeppni er til 8. janúar og keppnin fer fram föstudaginn 12. janúar í Réttarholtsskóla. Við hvetjum ungmenni okkar í 8.-10. bekk að taka þátt. Skráning fer fram hjá starfsmönnum Þróttheima.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt