Gleðipinnar Glaðheima

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Eins og foreldrum var kynnt í upphafi vetrar þá höfum við verið að vinna að því að setja af stað verkefni sem við köllum Gleðipinnar Glaðheima. Gleðipinnarnir er hópastarf þar sem fjórtán börnum ú 2. bekk er boðið að koma klukkutíma fyrr einu sinni í viku í Glaðheima til þess að taka þátt í hópastarfi um vináttu. Fyrsti hópurinn kláraði sín 8 skipti með stæl og vorum við mjög ánægð með útkomuna. Þau tókust á við mörg skemmtileg verkefni sem reyndu á samstarfshæfni þeirra, samskipti og hugmyndir um vináttu. Meðal þess sem þau gerðu var að fara í leiki þar sem reynir á samvinnu hópsins, ræða um vináttu og hvað einkennir góðan vin og æfa sig í að hrósa eða segja fallega hluti um aðra. Verkefnið heldur núna áfram og hópur númer tvö er farinn af stað.

Því miður þá hefur okkur ekki tekist að finna tíma til þess að koma báðum árgöngum fyrir í þessu hópastarfi á þessum vetri og höfum við því sett stefnuna á að ná öllum 2. bekk í vetur og 1. bekkur fái þá að taka þátt á næsta ári. Þetta er lærdómsferli hjá okkur eins og börnunum og við gerum eins gott úr þeim spilum sem við fáum og við getum.

Hérna má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá hópastarfinu.

 

Sumir leikir eru einfaldlega til þess að hafa gaman og Sjóræningaleikurinn er gott dæmi um það

Við nýttum tækifærið og ræddum vináttu, eiginleika góðra vina og hvernig við getum gefið okkar vinum þá vináttu

Nánd og snerting er mikilvægur þáttur í hópamyndun og hérna eru börnin í leik þar sem reynir á að standa þétt saman til þess að allir lifi af.

Hérna eru börnin í samstarfsverkefni þar sem þau eiga að koma húllahringnum allan hringinn á sem styðstum tíma án þess að stlíta keðjuna.

Þægindahringurinn er hugtak sem er gott fyrir alla að læra um og vera meðvitaður um sinn eigin þægindahring. Hérna er lesin upp staðhæfing og börnin staðsetja sig á hringum eins og þeim finnst þau vera í þægindahringnum í þeim aðstæðum

Hérna er hópurinn að æfa sig að hrósa eða segja fallega hluti um vini sína. Þau eru með spjald á bakinu sem aðrir eiga að skrifa einn fallegan hlut um viðkomandi á.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt