Hæfileikakeppni Neðstalands 2017

 In Forsíðu frétt, Neðstaland

Hæfileikakeppni Neðstalands var haldin fimmtudaginn 30. mars.  Um er að ræða hæfileikeppni barna í 3-4. bekk í Neðstalandi og er keppnin nú haldin í sjöunda sinn.  Fyrstu árin kepptu 1-4. bekkur en með stækkandi barnafjölda var ákveðið að eldri bekkir myndu keppa en hin yngri bjóða upp á hæfileikasýningu.

Alls tóku 39 börn þátt í alls 21 atriðum.  Dagskráin var mjög fjölbreytt, boðið var upp á beatbox, fimleika, dans og söngatriði.  Svo fór að í þriðja sæti voru Birgitta og Inga Lilja með lagið Ég vil verða lögfræðingur, mamma.  Í öðru sæti var Arnór Bjarki með freestyle Michael Jackson dans og siguratriðið átti Helga Lilja með lagið Ég veit það.

Kynnar voru Þráinn, Pétur Ingi og Viktor Örn og stóðu þeir sig með stakri prýði.  Dómararnir voru heldur ekki af verri endanum; Árni aðstoðarskólastjóri í Fossvogsskóla, Sonja í Áttunni og Aron Brink söngvari.  Sigurvegarar síðasta árs skemmtu svo áhorfendum í dómarahléi.  Þriðji bekkur aðstoðaði svo starfsfólk við framreiðslu veitinga að keppni lokinni.

Stemningin í salnum var ótrúleg og lifðu börnin sig inn í það sem fór fram á sviðinu.  Fá þau mikið hrós fyrir sitt framlag til þessa viðburðar.  Sem fyrr var afskaplega góð mæting foreldra, jafnvel þeirra sem ekki átti börn í keppninni.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá því í keppninni.  Við setjum inn myndböndin á næstu dögum 🙂

Við hér í Neðstalandi gætum ekki verið ánægðari með daginn, þetta verður skemmtilegra með hverju árinu sem líður enda er þátttaka og áhugi barnanna það sem heldur þessu gangandi.  Innilegar þakkir fyrir daginn.  Kveðja, starfsfólk Neðstalands

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt