Heili dagurinn 5. október

 In Krakkakot

Föstudaginn 5. október var heill dagur í Krakkakoti. Dagurinn heppnaðist mjög vel og skemmtu börnin sér vel. Dagurinn einkenndist að leik, fjöri og skemmtilegheitum.

Fyrir hádegi löbbuðum við í Grundagerðisgarð þar sem börnin gátu klifið í klifurgrindinni, rólað, leikið sér í litla skóginum og margt fleira. Forstöðukonan Ásta og krakkarnir týndu laufblöð sem þau ætluðu að nota í haustlistaverk. Til mikillar gleði hittum við nokkrar kisur í garðinum og voru börnin mjög ángæð með að hitta þær. Börnin léku sér vel saman og allir voru ánægðir með að komast út í smá leik og fá frískt loft.

 

Eftir að við komum tilbaka frá Grundagerðisgarði borðuðu börnin hádegismatinn sinn og fengu svo að fara í val. Í fyrra valinu var ýmist hægt að velja ummismunandi klúbba, eins og t.d. að föndra haustlistaverk úr laufblöðunum inn í Föndurkoti, fara í playstation inn í Kósíkoti og einnig að spila og lesa inn í Leikjakoti.

Eftir síðdegishressingu fengu krakkarnir að velja um að fara í nýja klúbba. Þar var ýmist hægt að velja um að perla og að halda áfram með stóra perlið inn í Föndurkoti, tónlistar- klúbbur með Markúsi og skotbolti og frjálst inn í íþróttasal.

 

Trommurnar sem krakkarnir fengu að leika sér með

Kisurnar sem krúttuðu yfir sig í Grundagerðisgarði

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt